Berghleifur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Berghleifur[1] (fræðiheiti: batholith) er bergkvika sem storknað hefur djúpt undir yfirborði jarðar, það er að segja stórt flikki (innskot) úr djúpbergi. Berghleifurinn er venjulega úr graníti eða gabbrói, og stendur svo djúpt að hvergi sér í undirlagið. Graníthleifar eru einkennandi fyrir rætur fellingafjalla og eru taldir hafa myndast við uppbræðslu setbergs. Gabbróhleifar, til dæmis Eystrahorn í Lóni, eru storknaðar kvikuþrær.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.