Berdreymi
Útlit
Berdreymi | |
---|---|
Leikstjóri | Guðmundur Arnar Guðmundsson |
Handritshöfundur | Guðmundur Arnar Guðmundsson |
Framleiðandi | Anton Máni Svansson |
Leikarar | Birgir Dagur Bjarkason Áskell Einar Pálmason Viktor Benóný Benediktsson Snorri Rafn Frímannsson |
Klipping | Andri Steinn Guðjónsson |
Tónlist | Kristian Eidnes Andersen |
Frumsýning | 11. febrúar 2022 (Berlinale) 22. apríl 2022 (Háskólabíó, Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó) |
Lengd | 123 mín |
Land | Ísland Danmörk Svíþjóð Holland Tékkland |
Tungumál | Íslenska |
Berdreymi er íslensk kvikmynd frá árinu 2022 eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Myndin segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu, sem dag einn ákveður að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda.[1] Berdreymi hlaut Europa Cinemas Label verðlaunin sem besta evrópska kvikmyndin í Panorama-flokki á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín.[2]
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Birgir Dagur Bjarkason sem Addi
- Áskell Einar Pálmason sem Balli
- Viktor Benóný Benediktsson sem Konni
- Snorri Rafn Frímannsson sem Siggi
- Ólafur Darri Ólafsson sem Svenni
- Blær Hinriksson sem Símon
- Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir sem Hulda
- Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir sem Fríða
- Aníta Briem sem Guðrún
- Sunna Líf Arnarsdóttir sem Helga
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/2098
- ↑ https://www.kvikmyndamidstod.is/frettir/berdreymi-eftir-gudmund-arnar-gudmundsson-hlytur-europa-cinemas-label-verdlaunin