Fara í innihald

Beauty tips-byltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Beauty tips byltingin)

Beauty tips-byltingin svokallaða á upptök sín að rekja til byltingar í lokaða Facebook hópnum „Beauty tips“ þar sem konur á öllum aldri skiptust á sögum og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Byltingin fór víða um samfélags- og fréttamiðla og vakti meira að segja athygli utan landsteinanna.

Byltingin hófst inná Facebook hópnum í maí 2015 í framhaldi af því að umræður innan hópsins um kynferðisafbrot voru þaggaðar. Það var gert í þágu þess að vernda aðstandendur, að sögn stjórnenda. Konur voru búnar að fá nóg af þeirri þöggun sem ríkti í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisglæpum, og með eyðingu innleggja í hópnum fannst konum komið nóg. Þær hófu að deila frásögnum af misnotkunum, nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir, margar þeirra voru að segja frá í fyrsta sinn. Byltingin teygði anga sína fljótt út fyrir hópinn og inn á aðra samfélagsmiðla, m.a. Twitter þar sem hún gekk með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala.[1] Beauty tips-byltingin fylgdi í kjölfar annarra aðgerða sem má kalla valdeflandi fyrir þolendur t.d. Druslugöngunnar og Free the Nipple. Þessar aðgerðir eiga það sameiginlegt að með þeim er þöggun atburða, vinnubrögðum lögreglu, hlutgervingu kvenna og refsileysi mótmælt.

Broskallarnir

[breyta | breyta frumkóða]

Byltingin gaf einstaklingum margvísleg tækifæri til að taka þátt, hvort sem var með frásögn eða stuðning. Þá komu fram myndir af brosköllum í tveimur litum, appelsínugulum og gulum. Fólk var beðið um að deila þeim á samfélagsmiðlum eftir því sem við átti. Appelsínugul mynd ef fólk hafði sjálft orðið fyrir kynferðisofbeldi, en gul mynd ef það þekkti einhvern sem hafði orðið fyrir því.[1]

Umfjöllun í erlendum miðlum

[breyta | breyta frumkóða]

Byltingin náði athygli erlendra fréttamiðla s.s. The Independent í Bretlandi[2] og Metroxpress í Danmörku.[3]

Áhrif byltingarinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Áhrif þessarar byltingar létu ekki á sér standa, í kjölfar hennar leituðu fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis sér hjálpar m.a. hjá Stígamótum. [4] Því miður var einnig áberandi á meðal frásagna að konur lýstu reynslu sinni af því að hafa kært en málið hafi verið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.[5] Í júní 2015 var sett á fót ofbeldisvarnarnefnd hjá borgarstjórn Reykjavíkur, Beauty tips - byltingin varð til þess að barátta gegn kynbundnu ofbeldi var sett sem fyrsta verkefni nefndarinnar.[6] Í nóvember sama ár varð önnur bylting í Facebook hópnum undir myllumerkjunu #ekkimínsök og #eftirkynferðisofbeldi. Þar sögðu konur frá því hvað þær gerðu og hvernig þeim leið eftir að brotið var á þeim, sú bylting gaf góða mynd af þeim órökrétta hugsunarhætti sem grípur oft einstaklinga eftir áföll. Enda var tilgangur þessarar seinni byltingar að varpa ljósi á að engin ein eða rétt viðbrög væru til í þesskonar aðstæðum.[7] Byltingin varð einnig til þess að a.m.k. einn maður steig opinberlega fram og játaði á sig verknað gagnvart stúlku án hennar samþykkis.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 http://www.ruv.is/frett/vilja-rjufa-thoggun-um-kynferdisofbeldi
  2. http://www.independent.co.uk/news/world/europe/women-in-iceland-are-changing-their-facebook-profile-pictures-to-yellow-and-orange-sad-faces-to-10310888.html
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. desember 2017. Sótt 7. mars 2017.
  4. http://www.visir.is/annasamt-hja-stigamotum-i-kjolfar-beauty-tips-byltingarinnar/article/2015150609163
  5. http://www.visir.is/hundrud-kvenna-segja-fra-ofbeldi/article/2015705309981
  6. http://www.ruv.is/frett/beauty-tips-bylting-naer-inn-i-borgarstjorn
  7. http://www.visir.is/ny-bylting-a-beauty-tips---eg-helt-afram-ad-kalla-minn-naudgara-vin-/article/2015151119400
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2015. Sótt 23. mars 2017.