Fara í innihald

Barbera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barbera er rauðvínsþrúga frá Ítalíu. Vínviður hennar er þekktur fyrir að gefa mikla uppskeru, og vínin hafa djúpan rauðan lit, hafa lítið tannín og mikla sýrni. Þekktasta vínið sem framleitt er úr þrúgu þessari er Barbera d'Asti frá Fjallalandi á Ítalíu. Barbera-vín er hið hefðbundna borðvín í Fjallalandi og Langbarðalandi. Það hefur ávæning af brómberjum. Margir vínframleiðendur nota ristaðar eikartunnur til að þroska vín þrúgunnar, en það er gert til að skerpa bragðið. Utan Ítalíu er barbera aðallega ræktað af afkomendum ítalskra innflytjenda í Suður-Ameríku og í vínræktarhéruðum Kaliforníu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.