Ruth Handler

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ruth Marianna Handler (fædd Mosko; 4. nóvember 1916 - 27. apríl 2002) var bandarísk kaupsýslukona og uppfinningamaður. Hún var stjórnarformaður leikfangaframleiðandans Mattel Inc. Árið 1959 fann hún upp Barbie-dúkkuna sem seldist í yfir milljarði eintaka um allan heim. Hún var stofnandi og forseti stærsta leikfangafyrirtækis heims, sem þegar mest var með 18.000 starfsmenn og yfir 300 milljón dollara ársveltu. Árið 1974 neyddust Handler-hjónin til að segja af sér hjá Mattel og árið 1978 var Ruth Handler dæmd fyrir rangar skýrslur til verðbréfaeftirlitsins.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dennis Wepman, "Handler, Ruthfree" American National Biography (2000) online