Fara í innihald

Baraflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljósmynd Sigurðar Þorgeirssonar af Baraflokknum frá upphafsárum hljómsveitarinnar. Talið frá vinstri, Ásgeir Jónsson, Jón Arnar Freysson, Baldvin H. Sigurðsson, Sigfús Örn Óttarsson og Þór Freysson

Baraflokkurinn er íslensk hljómsveit sem var stofnuð á Akureyri árið 1979 og spilaði fönkskotna nýbylgjutónlist. Haustið 1980 voru meðlimir hljómsveitarinnar, Ásgeir Jónsson, söngur, Þór Freysson, gítar, Baldvin H. Sigurðsson, bassi, Jón Arnar Freysson, hljómborð og Árni Henriksen trommur. Árni hætti 1981 og Sigfús Örn Óttarsson kom í stað hans og þannig skipuð hefur hún komið fram síðan.

Baraflokkurinn starfaði samfellt á árunum 1981 til 1984, hélt fjölda tónleika, og kom meðal annars fram í Rokk í Reykjavík og gaf út þrjár plötur. Árið 2000 kom út safnplatan Zahír og af því tilefni kom hljómsveitin aftur saman og hélt tónleika á skemmtistaðnum Gauk á stöng, þá hafði hún ekki komið fram í 16 ár. Tíu árum seinna, árið 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í menningarhúsinu Hofi og Græna Hattinum í þeirra gamla heimabæ Akureyri.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]