Bankaleynd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bankaleynd er þagnarskylda [1] sem hvílir á fjármálastofnunum um að leyna upplýsingum um innri færslur, viðskipti og viðskiptavini, en stundum einnig laun bankastjóra og annað sem varðar bankann og telst til trúnaðarupplýsinga. Margir gagnrýna stranga bankaleynd og telja hana auka fyrirgreiðslu, spillingu og verðbólgubrask. [2] [3]

Árið 1976 var talið mikilvægt að endurskoða reglurnar um bankaleynd. Þá átti að gera bankakerfið gagnsærra vegna óðaverðbólgunnar sem þá var, en með breytingunum áttu banka- og útlánastofnanir að verða heiðarlegri og hlutlægari við lánveitingar. [4] Tveimur árum seinna, árið 1978, var lagt fram frumvarp sem átti að aflétta vissri bankaleynd og gera t.d. mögulegt að upplýsa um hverjir skulduðu meira en 6 miljónir um áramót. [5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.