Þagnarskylda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þagnarskylda er skylda aðila til að halda leynd yfir þeim upplýsingum sem þagnarskyldan nær yfir og getur ýmist byggt á lögum, samningi, eða öðrum réttarheimildum. Hún getur hvort sem er staðið sjálfstætt eða verið innifalin í öðrum skyldum, svo sem trúnaðarskyldu eða sem hluta af persónuvernd. Afleiðingar hennar geta meðal annars verið viðurlög, fjárbætur og/eða viðkomandi aðili verði fyrir álitshnekki. Til staðar gætu þó verið lagafyrirmæli sem aflétta þagnarskyldunni í ákveðnum tilvikum og jafnvel skyldað viðkomandi aðila til að láta af hendi upplýsingarnar af eigin frumkvæði, eins og tilkynningarskyldan þegar einhver telur líf eða heilbrigði barns vera í hættu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.