Bambussprotar
Útlit
Bambussprotar eru ætileg brum eða sprotar af bambus tegundum.[1] Þeir eru mikið notaðir í asískum mata og súpum. Þeir fást í mörgum útgáfum; ferskir, þurrkaðir eða niðursoðnir í dósum.
Hráir sprotar geta innihaldið blásýru-glýkósíða, sem er náttúrulegt eiturefni sem finnst einnig í kassava.[2] Það þarf að fjarlægja þá, og er það oft gert með suðu. Eiturefnin brotna einnig niður við niðursuðu. 10 til 20 mínútur duga yfirleitt.
Nýttar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Bambussprotar af fjölda tegunda eru nýttir til matar:[3][4]
- Phyllostachys edulis (孟宗竹, 江南竹) myndar mjög stóra sprota, að 2,5 kíló. Sprotarnir heita mismunandi nöfnum eftir því hvenær þeir eru teknir.
- Vetrarsprotar (冬筍, 鞭筍) eru minni og eru um 1 kg. Holdið er meyrt og bragðgott og mikilvægt í í viðskiftum og er uppskorin í nóvember og desember í Taívan.
- "Hærðir sprotar" (毛竹筍) eru stærri, vegna þess að þau eru seigari og rammari eru þau yfirleitt þurrkuð. Þau eru uppskorin í mars og maí í Taívan.
- Phyllostachys bambusoides (桂竹) er með langa sprota með þéttu holdi. Þau eru oftast nýtt fersk, en stundum einnig þurrkuð.
- Dendrocallamus latiflorus (麻竹) hefur stóra sprota með hörðu, trefjaríku holdi. Þess vegna eru þeir helst niðursoðnir og þurrkaðir.
- Bambusa oldhamii (綠竹) myndar stóra, verðmæta sprota með meyru, vellyktandi holdi. Þeir eru yfirleitt seldir ferskir og eru teknir síðla vors og snemma hausts.
- Fargesia spathacea (箭竹) er með bragðgóða, langa og mjóa sprota, sem eru étnir ferskir eða niðursoðnir í dós.
- Sasa kurilensis (チシマザサer með mjóa sprota, en í miklu magni. Yfirleitt soðnir eða saltaðir.
-
Uppskornir sprotar
-
Bambussproti að koma upp
-
Bambussprotar sem eru orðnir of gamlir til að éta.
-
Bambussprotar til sölu í búð í Japan
-
Dós með bambussprotum.
-
Yam no mai, Thai salat gert með soðnum bambussprotum.
-
Filippínskt Ginataáng labóng, bambussprotar soðnir í kókosmjólk.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jesse D. Dagoon (1989). Applied nutrition and food technology. Rex Bookstore, Inc. ISBN 978-971-23-0505-4.
- ↑ Naturally Occurring Toxins in Vegetables and Fruits, Hong Kong Government Centre for Food Safety
- ↑ 竹筍, Giasian junior high school Kaohsiung County, afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2010, sótt 17. apríl 2019
- ↑ 張, 瑞文, 四季竹筍, ytower[óvirkur tengill]