Fara í innihald

Baggalútur (vefrit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Baggalútur er íslenskt vefrit á íslensku sem hefur verið á veraldarvefnum frá því 11. maí 2001. Vefritið er afar háðskt og samanstendur af kaldhæðnislegum og skálduðum fréttum eða ímynduðum viðtölum. Til er samnefnd hljómsveit sem er tengd vefritinu og hefur náð nokkrum vinsældum á Íslandi.