Bacardi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bacardi er sögufrægur vínframleiðandi sem var stofnaður á Kúbu 4. febrúar 1862. Það hefur aðallega orðið frægt fyrir framleiðslu á rommi. Á 10. áratug 20. aldar eignaðist fyrirtækið mörg vörumerki eins og Martini & Rossi, Dewar's Scotch og Bombay gin. Bacardi-samsteypan er núna stærsti framleiðandi og dreifingaraðili sterkra vína í heiminum.

Fyrirtækið flutti öll vörumerki sín til Bahamaeyja skömmu fyrir byltinguna á Kúbu og eigendur fyrirtækisins fluttu burt þegar ljóst var að Fidel Castro ætlaði sér að gera alvöru úr þjóðnýtingaráformum sínum. Bacardi er nú framleitt á Púertó Ríkó.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.