Fólínsýra
Fólinsýra, fólat eða fólasín sem einnig er nefnt B9 vítamín er vatnsleysanlegt vítamín sem er mikilvægt við vöxt og myndun blóðfruma og frumuskiptingu. Nafnið er komið frá latneska orðinu folium sem merkir lauf. Mest er af fólinsýru í belgávöxtum, grænu grænmeti, lifur og vítamínbættu morgunkorni. Geymsluþol fólinsýru er lítið og fólinsýruinnihald matvæla minnkar hratt við geymslu. Fólínsýrubirgðir endast aðeins í líkamanum í nokkra mánuði.
Saga fólínsýrurannsókna og framleiðslu
[breyta | breyta frumkóða]Vísindamaðurinn Lucy Wills uppgötvaði fólín árið 1931 þegar hún var að rannsaka hvernig hægt væri að koma í veg fyrir blóðleysi hjá barnshafandi konum. Það kom í ljós að blóðleysi mátti lækna með geri úr bruggi. Það kom í ljós að það var vegna folats og það var svo fyrst unnið úr spínatblöðum árið 1941 og fyrst framleitt á efnafræðilegan hátt árið 1946.
Fólínsýra og hjartasjúkdómar
[breyta | breyta frumkóða]Fólínsýra er nauðsynleg fyrir frumur í örum vexti eins og blóðfrumur í beinmerg. Ef neytt er of lítils af fólínsýru þá getur amínósýran homosysteín hækkað í blóði en há gildi hennar valda aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Folínsýra virðist minnka líkur á hjartaslagi.
Fólínsýra og krabbamein
[breyta | breyta frumkóða]Fólín er mikilvægt við efnaskipti kjarnsýra og talið er að fólínskortur geti valdið skemmdum í kjarnsýrum sem geta leitt til krabbameins. Folín er mikilvægt fyrir frumur og vefi sem skipta sér ört. Krabbameinsfrumur skipta sér ört og lyf sem hafa áhrif á fólín efnaskipti líkamans eru notuð til í krabbameinsmeðferð. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að samband er milli neyslu fæðu sem inniheldur lítið fólín og aukinnar tíðni brjóstakrabbameins, briskrabbameins og ristilkrabbameins. Ekki er víst að um beint orsakasamband sé að ræða milli fæðu og sjúkdóms.
Fólínsýra og þungun
[breyta | breyta frumkóða]Fólinsýra er mjög mikilvæg fyrir allar konur sem gætu orðið þungaðar. Rannsóknir hafa sýnt að mikil neysla barnshafandi kvenna á fólinsýru minnkar líkur á klofnum hrygg eða heilaleysu í fóstri. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna er folínsýru bætt í hveiti.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Folic Acid“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. október 2007.
- Manneldi.is (grein um vítamín)[óvirkur tengill]
- Doktor.is Almennt um Fólinsýru