Búrfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Búrfiskur
Orange roughy.png
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Trachichthyiformes
Ætt: Búrfiskaætt (Trachichthyidae)
Ættkvísl: Hoplostethus
Búrfiskur á færeysku frímerki.

Búrfiskur (fræðiheiti: Hoplostethus atlanticus) er djúpsjávarfiskur sem verður um 70 cm langur. Hann er breiður að sjá frá hlið með stórt höfuð. Þykkt hans er um 1/3 af lengd hans og þykkastur er hann aftan við höfuð. Kjafturinn er stór, svartur innan og stendur á ská. Hann hefur þó nokkur tálkn á höfðinu. Liturinn á skrokknum er rauðgulur. Í Norður-Atlanshafi nær útbreiðslusvæði hans frá sunnanverðu Íslandi og suður til Biskajaflóa og við Asóreyjar. Ennfremur lifir hann á suðurhveli jarðar. Við Nýja-Sjáland, Ástralíu og Tasmaníu er veitt á ári hverju mikið af fiskinum.

Á slóðunum við Ísland og Færeyjar finnst hann aðallega á yfir 600 metra dýpi.

Á suðurhvelinu vex fiskurinn mjög hægt, og í Ástralíu áætla fiskifræðingar að aðeins um 3% af heildarstofninum megi veiða árlega án þess að stofninn minnki.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]