Hnit: 64°05′13″N 19°49′40″V / 64.08694°N 19.82778°A / 64.08694; 19.82778

Búrfell (Þjórsárdal)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Búrfell séð frá Gaukshöfða
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal.

Fjallið hefur myndast undir jökli ísaldar og er annar útvörður Þjórsárdals. Þjórsá rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfellsvirkjun.

Búrfell er bratt á alla kanta, þó síst að norðan en þar liggur vegur upp á topp fjallsins. Þar er endurvarpsstöð fyrir farsíma. Við suðurenda fjallsins er öxl nokkur skógi vaxin og kallast þessi birkiskógur Búrfellsskógur. Gnúpverja hafa í gegnum aldirnar haft skógarítök í Búrfellsskógi. Kristinn Jónsson, frá Úlfsá í Eyjafirði, sem gekk villu vegar suður Sprengisand árið 1889 fannst í Búrfellsskógi af Skriðufellsbændum sem voru við skógarhögg.

Austan í Búrfellshálsi er gil eða gróf sem kallast Stórkonugróf og hefur þar fundist leifar fornrar smiðju.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]