Fara í innihald

Búðarlokur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Búðarlokur
Clerks
LeikstjóriKevin Smith
HandritshöfundurKevin Smith
FramleiðandiScott Mosier
Kevin Smith
LeikararBrian O'Halloran
Jeff Anderson
Marilyn Ghigliotti
Lisa Spoonhauer
Jason Mewes
Kevin Smith
Frumsýning19. október 1994
Lengd92 mín.
Tungumálenska
Ráðstöfunarfé$27.000
FramhaldClerks 2

Búðarlokur (enska: Clerks) er bandarísk svarthvít gamanmynd frá árinu 1994. Myndin er eftir Kevin Smith og með aðalhlutverkin fara Brian O'Halloran (sem Dante Hicks) og Jeff Anderson (sem Randal Graves). Myndin segir frá tveimur afgreiðslumönnum í New Jersey og samskiptum þeirra einn dag. Jay og Silent Bob (Jason Mewes og leikstjórinn, Kevin Smith) komu í fyrsta sinn fram í myndinni sem eiturlyfjasalar á götunni framan við búðina. Önnur aðalhlutverk eru leikin af Marilyn Ghigliotti og Lisa Spoonhauer.

Myndin skiptist í níu atriði sem tákna níu stig helvítis í Hinum guðdómlega gleðileik Dante Alighieri.

Myndin, sem kostaði aðeins 27.575 dali í framleiðslu, varð óvænt gríðarvinsæl og náði inn þremur milljónum í tekjur af sýningum í kvikmyndahúsum. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, View Askew Productions, sem Smith stofnaði ásamt Scott Mosier, hefur síðan framleitt fjölda mynda á borð við Mallrats (1995), Leitin að Amy (1997), Dogma (1999) og Stúlkan frá Jersey (2004).


  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.