Fara í innihald

Jay og Silent Bob

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jay og Silent Bob eru kvikmyndapersónur leiknar af Jason Mewes og Kevin Smith. Þeir koma yfirleitt fram sem marijúanasölumenn sem hanga á götuhornum og angra vegfarendur. Jay hefur oftast orð fyrir þeim báðum en Silent Bob á það til að halda langar heimspekilegar ræður.

Þeir birtust fyrst kvikmyndunum Búðarlokur (1994) og Mallrats (1995) og síðan í flestum mynda Smith eins og Stúlkan frá Jersey (2004), Zack og Miri gera klámmynd (2008) og Cop Out (2010). Þeir eru í titilhlutverkum í Jay og Silent Bob snúa aftur (2001) og teiknimyndinni Jay & Silent Bob’s Super Groovy Cartoon Movie (2013).

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.