Fara í innihald

Bóndabaunir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bóndabaunir
Plöntur í blóma
Plöntur í blóma
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Vicieae
Ættkvísl: Vicia
Tegund:
V. faba

Tvínefni
Vicia faba
L.
Samheiti

Faba sativa Moench.

Bóndabaunir (hestabaunir eða velskar baunir ) (fræðiheiti: Vicia faba) er planta af ertublómaætt.

Bóndabaunir eru ræktaðar vegna baunana sem eru bæði notaðar til manneldis og dýrafóðurs.

Bændabaunir - Vicia faba - eru þrír nokkuð mismunandi hópar - og mörg ræktunaryrki í hverjum hóp.

1) Vicia faba Fava-hópurinn = bændabaunir, stórar og matramiklar, nýrnalaga baunir. Mest ræktaðar til manneldis. Þrífast vel hér sunnanlands sé þeim sáð í lok apríl eða í byrjun maí. Spíra betur ef mold er köld. Þroskast vel - uppskera í ágúst og frameftir, mörg ágætis yrki - 'Express' til dæmis - fyrir íslenskar aðstæður.

2) V. faba Equina-hópurinn = hrossabaunir, mikið kál, smærri baunir - þroskast seint. Fyrst og fremst ræktaðar sem fóðurjurt.

3. V. faba Minuta-hópurinn = akurbaunir, smágerðari. Kálið - og baunabelgirnir - notað sem grænmeti. Baunirnar smáar, þroskast seint. Mest ræktaðar til jarðvinnslu og sem fóðurjurt. Gjarna varðveittar sem "vothey" til vetrarfóðurs. ...

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.