Bóndabaunir
Bóndabaunir | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Plöntur í blóma
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Vicia faba L. | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Faba sativa Moench. |
Bóndabaunir (hestabaunir eða velskar baunir ) (fræðiheiti: Vicia faba) er planta af ertublómaætt.
Bóndabaunir eru ræktaðar vegna baunana sem eru bæði notaðar til manneldis og dýrafóðurs.
Bændabaunir - Vicia faba - eru þrír nokkuð mismunandi hópar - og mörg ræktunaryrki í hverjum hóp.
1) Vicia faba Fava-hópurinn = bændabaunir, stórar og matramiklar, nýrnalaga baunir. Mest ræktaðar til manneldis. Þrífast vel hér sunnanlands sé þeim sáð í lok apríl eða í byrjun maí. Spíra betur ef mold er köld. Þroskast vel - uppskera í ágúst og frameftir, mörg ágætis yrki - 'Express' til dæmis - fyrir íslenskar aðstæður.
2) V. faba Equina-hópurinn = hrossabaunir, mikið kál, smærri baunir - þroskast seint. Fyrst og fremst ræktaðar sem fóðurjurt.
3. V. faba Minuta-hópurinn = akurbaunir, smágerðari. Kálið - og baunabelgirnir - notað sem grænmeti. Baunirnar smáar, þroskast seint. Mest ræktaðar til jarðvinnslu og sem fóðurjurt. Gjarna varðveittar sem "vothey" til vetrarfóðurs. ...