Fara í innihald

Tannvegsbólga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blæðandi tannhold
Tannholdsbólga (Gingivitis)

Tannvegsbólga (fræðiheiti: periodontitis) er langvarandi tannholdssjúkdómur þar sem bólga hefur breiðst út frá tannholdi niður í dýpri vefjarlög. Sýklar frá tannholdi festa sig á yfirborði tanna og mynda tannsýklu og valda bólgu í tannholdi. Ef tannholdsbólga er ekki meðhöndluð þá dreifist hún um dýpri lög stoðvefja og nefnist þá tannvegsbólga. Einkenni tannvegsbólgu geta verið að tannholdið hörfar svo tennur virka stærri, tennurnar færast til og losna og bil getur myndast milli þeirra.