Bílar & Sport
Útlit
Bílar & Sport var íslenskt tímarit sem kom út mánaðarlega og fjallaði um bíla og mótorsport. Það kom fyrst út í janúar 2005.[1] Blaðið fjallaði um allt sem viðkemur bílum. Meðal fastra liða í blaðinu var reynsluakstur, formúla 1, íslenskt mótorsport, fréttir úr bílaiðnaðinum, bílar í kvikmyndum eða tölvuleikjum og margt fleira.
Tímaritið stóð fyrir bílasýningu árin 2006 og 2008. Sýningin 2006 var haldin í Laugardalshöll 8.-10. júní á 5.000 fermetra sýningarsvæði og um 15.000 manns sóttu hana.[2] Sýningin 2008 var haldin í Fífunni, Kópavogi á helmingi stærra sýningarsvæði.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Formúlu 1 áhuginn kviknaði út frá tölvuleik Fréttablaðið
- ↑ Margt um manninn á sýningunni Bílar og sport B-blað Morgunblaðsins
- ↑ Glæsileg sýning í 10.000 fermetrum Fífunni 24 stundir