Bæjarfell í Hítardal
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Bæjarfell er fjall (235 metra) norður af bænum Hítardal í Hítardal. Bæjarfell er auðvelt uppgöngu og er þaðan gott útsýni. Þá eru nokkrir þekktir hellisskútar í móbergi fjallsins, þar á meðal Sönghellir, Fjárhellir, Paradís, Víti og Hundahellir. Þar er og kletturinn Nafnaklettur sem svo er nefndur sökum þess að í hann hefur verið skorinn fjöldi nafna og fangamarka hvers sögur má rekja allt aftur á 18. öld.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
