Austurárdalur
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Austurárdalur er austastur dalanna þriggja sem liggja inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. í honum voru fimm bæir sem allir eru nú komnir í eyði nema einn, Skárastaðir. Íbúðarhúsinu í Hnausakoti er þó haldið við.
Aðalökuleiðin að norðan inn á Arnarvatnsheiði liggur upp úr Austurárdal. Gömul reiðleið er upp úr Austurárdal og yfir Austurárdalsháls að Efra-Núpi í Núpsdal. Hún er kölluð Lombervegur og mun það vera vegna þess að bændurnir á Aðalbóli í Austurárdal og Efra-Núpi, sem báðir hétu Benedikt, voru vinir og ákafir lomberspilarar og fóru stystu leið milli bæjanna þegar þeir vildu sitja næturlangt að lomberspili. Einnig er reiðleið úr Austurárdal yfir í Fitjárdal.
Bæir[breyta | breyta frumkóða]
Í byggð[breyta | breyta frumkóða]
- Skárastaðir (enginn búskapur)
Í eyði[breyta | breyta frumkóða]
- Hnausakot (fór í eyði 1968) - íbúðarhúsi haldið við
- Aðalból (fór í eyði 1972)
- Aðalbreið
- Bjargarstaðir
