Austurárdalur
Austurárdalur er austastur dalanna þriggja sem liggja inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Í honum voru fimm bæir sem allir eru nú komnir í eyði nema einn, Skárastaðir. Íbúðarhúsinu í Hnausakoti er þó haldið við.
Aðalökuleiðin að norðan inn á Arnarvatnsheiði liggur upp úr Austurárdal. Gömul reiðleið er upp úr Austurárdal og yfir Austurárdalsháls að Efra-Núpi í Núpsdal. Hún er kölluð Lombervegur og mun það vera vegna þess að bændurnir á Aðalbóli í Austurárdal og Efra-Núpi, sem báðir hétu Benedikt, voru vinir og ákafir lomberspilarar og fóru stystu leið milli bæjanna þegar þeir vildu sitja næturlangt að lomberspili. Einnig er reiðleið úr Austurárdal yfir í Fitjárdal.
Bæir[breyta | breyta frumkóða]
Í byggð[breyta | breyta frumkóða]
- Skárastaðir (enginn búskapur)
Í eyði[breyta | breyta frumkóða]
- Hnausakot (fór í eyði 1968) - íbúðarhúsi haldið við
- Aðalból (fór í eyði 1972)
- Aðalbreið
- Bjargarstaðir
