Flóðkrabbi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Astacus astacus)
Astacus astacus

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: Astacidea
Ætt: Astacidae
Ættkvísl: Astacus
Tegund:
A. astacus

Tvínefni
Astacus astacus
(Linnaeus, 1758)
Samheiti

Astacus fluviatilis Fabricius, 1775

Astacus astacus, Evrópskur vatnakrabbi eða eðalvatnakrabbi, er algengasta vatnakrabba tegund Evrópu. Eins og nafnið bendir til er Astacus astacus bundinn við ferskvatn, og er einvörðungu í ómenguðum lækjum, ám og vötnum. Hann finnst frá Frakklandi um mið Evrópu, til Balkanríkjanna, og norður til hluta Bretlandseyja, Skandinavíu og Austur-Evrópu. Karldýr verða 16 sm löng og kvendýr 12 sm.[2]

Líffræði[breyta | breyta frumkóða]

A. astacus er næturdýr og nærist á ormum, vatnaskordýrum, skeldýrum og jurtum, og eyðir deginum niðurgrafinn. Þeir verða kynþroska eftir þrjú til fjögur ár og nokkur hamskipti, og makast í október og nóvember. Frjóvguð egg eru borin af kvendýrinu með kviðfótum fram í maí þegar þau klekjast og dreifast. Aðal afræningi A. astacus, bæði ungdýra og fullorðinna, eru minkar, álar, gedda, otrar og bísamrottur.[2]

Neysla[breyta | breyta frumkóða]

Vatnakrabbi er mjög breytilegur að lit.[3]

Astacus astacus var eitt sinn útbreiddur í Evrópu, þó hann hafi verið munaðarvara (dýr), og er talinn bestur af ætum vatnakröbbum.[2] Hann er hinsvegar viðkvæmur fyrir krabbapest (enska: crayfish plague) sem berst með ágengri amerískri tegund, Pacifastacus leniusculus, og er þessvegna talinn viðkvæm tegund á IUCN Red List.[1]

Heimildir um neyslu vatnakrabba eru síðan aftur á miðöldum, þar sem hann var vinsæll hjá sænskum aðli, og breiddist út meðal almennings í kring um 17du og 18du öld vegna góðs aðgengis. Vatnakrabbi er veiddur í gildrur, en það er að breytast í ræktun á Pacifastacus leniusculus í manngerðum tjörnum.[4] Neysla á vatnakröbbum er mikilvægur hluti skandinavískrar menningar, til dæmis í "krabbaveislu" (kräftskiva), uppskeruveisla til að marka lok sumars.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 L. Edsman; L. Füreder; F. Gherardi & C. Souty-Grosset (2010). "Astacus astacus". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2010
  2. 2,0 2,1 2,2 „Noble crayfish (Astacus astacus)“. ARKive. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 28, 2008. Sótt 6. maí 2007.
  3. Peter Scheffel & Bernd Sceiba. Plants and Animals of Central Europe (Pflanzen und Tiere).
  4. 4,0 4,1 Astacus astacus. Slow Food Foundation. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2007.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.