Flóðkrabbi
Astacus astacus | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Astacus astacus (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Astacus fluviatilis Fabricius, 1775 |
Astacus astacus, Evrópskur vatnakrabbi eða eðalvatnakrabbi, er algengasta vatnakrabba tegund Evrópu. Eins og nafnið bendir til er Astacus astacus bundinn við ferskvatn, og er einvörðungu í ómenguðum lækjum, ám og vötnum. Hann finnst frá Frakklandi um mið Evrópu, til Balkanríkjanna, og norður til hluta Bretlandseyja, Skandinavíu og Austur-Evrópu. Karldýr verða 16 sm löng og kvendýr 12 sm.[2]
Líffræði
[breyta | breyta frumkóða]A. astacus er næturdýr og nærist á ormum, vatnaskordýrum, skeldýrum og jurtum, og eyðir deginum niðurgrafinn. Þeir verða kynþroska eftir þrjú til fjögur ár og nokkur hamskipti, og makast í október og nóvember. Frjóvguð egg eru borin af kvendýrinu með kviðfótum fram í maí þegar þau klekjast og dreifast. Aðal afræningi A. astacus, bæði ungdýra og fullorðinna, eru minkar, álar, gedda, otrar og bísamrottur.[2]
Neysla
[breyta | breyta frumkóða]Astacus astacus var eitt sinn útbreiddur í Evrópu, þó hann hafi verið munaðarvara (dýr), og er talinn bestur af ætum vatnakröbbum.[2] Hann er hinsvegar viðkvæmur fyrir krabbapest (enska: crayfish plague) sem berst með ágengri amerískri tegund, Pacifastacus leniusculus, og er þessvegna talinn viðkvæm tegund á IUCN Red List.[1]
Heimildir um neyslu vatnakrabba eru síðan aftur á miðöldum, þar sem hann var vinsæll hjá sænskum aðli, og breiddist út meðal almennings í kring um 17du og 18du öld vegna góðs aðgengis. Vatnakrabbi er veiddur í gildrur, en það er að breytast í ræktun á Pacifastacus leniusculus í manngerðum tjörnum.[4] Neysla á vatnakröbbum er mikilvægur hluti skandinavískrar menningar, til dæmis í "krabbaveislu" (kräftskiva), uppskeruveisla til að marka lok sumars.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 L. Edsman; L. Füreder; F. Gherardi & C. Souty-Grosset (2010). "Astacus astacus". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2010
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Noble crayfish (Astacus astacus)“. ARKive. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 28, 2008. Sótt 6. maí 2007.
- ↑ Peter Scheffel & Bernd Sceiba. Plants and Animals of Central Europe (Pflanzen und Tiere).
- ↑ 4,0 4,1 „Astacus astacus“. Slow Food Foundation. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2007.