Arna Sigríður Albertsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arna Sigríður Albertsdóttir
Arna árið 2016
Fædd8. júní 1990
Ísafjörður, Ísland
ÞjóðerniÍslensk
Þekkt fyrirHandahjólreiðar

Arna Sigríður Albertsdóttir (fædd 8. júní 1990) er íslensk handahjólreiðakona. Eftir að hafa æft fjölda íþrótta í æsku byrjaði hún að hjóla eftir að hafa lamast í skíðaslysi árið 2006.[1] Árið 2015 varð hún fyrsti íslenski íþróttamaðurinn til að keppa á heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða Hjólreiðasambandsins[2] og árið 2021 varð hún fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í handahjólreiðum á Ólympíuleikum fatlaðra.[3]

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu ár[breyta | breyta frumkóða]

Arna Sigríður er fædd og uppalin á Ísafirði þar sem hún æfði fótbolta, sund og skíði.[4] Sumarið 2006 lék hún með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna í knattspyrnu.

Slysið[breyta | breyta frumkóða]

Þann 30. desember 2006, þegar hún var í skíðaæfingarferð í Geilo í Noregi, lenti Arna Sigríður útaf brautinni og hafnað á tré með þeim afleiðingum að hún hryggbrotnaði og lamaðist fyrir neðan mitti.[5]

Hjólreiðar[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrum árum eftir slysið flutti hún til Reykjavíkur og hóf þjálfun hjá Fannari Karvel einkaþjálfara. Í kjölfarið á því hóf hún stund á handahjólreiðum.[6] Arna Sigríður keppti fyrst í handahjólreiðum haustið 2014.[6] Árið 2015 varð hún fyrsti íslenski hjólreiðamaðurinn til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í UCI Para-hjólreiðum á vegum. Í mars 2016 varð hún fyrst í götuhjólreiðum og önnur í tímatöku á móti í Abú Dabí sem tilheyrði Evrópumótaröðinni.[7]

Í ágúst og september 2021 keppti hún í handahjólreiðum á Ólympíumótum fatlaðra í Tókýó í Japan.[8][9][10] Í keppni í tímatöku í flokki H 1-3 sem fram fór 31. ágúst lenti hún í ellefta sæti.[11] Í keppni í götuhjólreiðunum sem fram fór 1. september endaði Arna í fimmtánda sæti.[12]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ásta Eir Árnadóttir (29. júní 2019). „Vill verða ein af þeim bestu“. Fréttablaðið. Sótt 28. ágúst 2021.
  2. „Arna Albertsdottir - Focused on 2020 for Iceland“. Union Cycliste Internationale. 17. júlí 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 ágúst 2021. Sótt 28. ágúst 2021.
  3. Orri Freyr Rúnarsson (26. ágúst 2021). „Ég ætla ekki að láta neinn ná mér“. RÚV. Sótt 28. ágúst 2021.
  4. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir (7. apríl 2018). „Ótrúlegt hvað lífið býður upp á“. Vísir.is. Sótt 28. ágúst 2021.
  5. „Arna Sigríður valin Vestfirðingur ársins“. Vísir.is. 10. janúar 2008. Sótt 28. ágúst 2021.
  6. 6,0 6,1 „Tekur tíma, þolinmæði og þrjósku“. Morgunblaðið. 29. júlí 2018. Sótt 28. ágúst 2021.
  7. Gunnþóra Gunnarsdóttir (24. mars 2016). „Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum“. Vísir.is. Sótt 28. ágúst 2021.
  8. Hjörtur Leó Guðjónsson (8. júlí 2021). „Arna Sigríður sjötti keppandi Íslands í Tókýó“. Vísir.is. Sótt 28. ágúst 2021.
  9. Helga Margrét Höskuldsdóttir (8. júlí 2021). „Arna Sigríður verður sjötti keppandi Íslands í Tókýó“. RÚV. Sótt 28. ágúst 2021.
  10. Gunnar Egill Daníelsson (21. ágúst 2021). „Sú elsta en efnilegasta í hópnum“. Morgunblaðið. Sótt 28. ágúst 2021.
  11. Kristjana Arnarsdóttir (31. ágúst 2021). „Arna Sigríður ellefta í tímatökunni“. RÚV. Sótt 31. ágúst 2021.
  12. Kristjana Arnarsdóttir (1. september 2021). „Mér var sagt að ég ætti ekki að vera lifandi“. RÚV. Sótt 1. september 2021.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]