Fara í innihald

Ólympíumót fatlaðra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ólympíuleikar fatlaðra)
Merki Ólympíumóta fatlaðra

Ólympíumót fatlaðra eru íþróttamót, með svipuðu sniði og Ólympíuleikar, þar sem íþróttamenn með fötlun keppa í ólympískum íþróttagreinum. Ólympíumót fatlaðra skiptast í vetrar-og sumarólympíumót og eru haldin skömmu eftir Ólympíuleikana. Upphaflega mótið var haldið af samtökum breskra uppgjafarhermanna árið 1948. Keppendum er skipt í sex stóra flokka eftir fötlun og síðan í frekari flokka innan hverrar íþróttagreinar.

Íþróttir fyrir fatlaða hafa verið til í meira en hundrað ár. Árið 1881 var stofnað Íþróttalið fyrir heyrnarlausa í Berlín. Eftir seinni heimstyrjöld breiddust íþróttir fatlaðra út, einkum í þeim tilgangi að endurhæfa þann fjölda hermanna sem höfðu örkumlast í styrjöldinni. Með tímanum þróuðust þessar íþróttir í keppnisíþróttir.

Sérstök íþróttamót fyrir einstaklinga með líkamlega fötlun hófust árið 1911 í Bandaríkjunum. sem „Cripples Olympiad“. Eftir seinni heimsstyrjöld byrjaði Ludwig Guttman með endurhæfingu í gegnum íþróttir á Mandeville sjúkrahúsinu í Stoke. Árið 1948 var fyrsta mót fatlaðra haldið í London þar sem Guttmann hélt keppni fyrir fólk í hjólastól. Mótið var kallað Stoke Mandeville leikarnir og þar kepptu 16 manns í bogfimi. Árið 1952 tóku fyrrverandi hollenskir hermenn þátt á mótinu og má þá segja að Stoke Mandeville leikarnir hafi verið orðnir alþjóðlegir. í Róm árið 1960 voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir með þáttöku 400 íþróttamanna frá 23 löndum. Vetrarleikarnir voru fyrst haldnir árið 1976, síðan þá hafa bæði sumarleikar og vetrarleikar verið haldnir á fjögurra ára fresti. Ólympíumót fatlaðra hefur stækkað með tímanum og fleiri íþróttagreinar fyrir fjölbreyttari hóp íþróttamanna hefur bæst við. Frá árinu 1988 hefur ólympíumót fatlaðra verið haldið í kjölfar hefðbundnu Ólympíuleikanna.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Paralympics History - Evolution of the Paralympic Movement“. International Paralympic Committee (enska). Sótt 27. nóvember 2024.