Fara í innihald

Aðalsveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Listi yfir tegundir stjórnarfars

Aðalsveldi eða úrvalsveldi (gríska: aristokratiā) þýddi í Forn-Grikklandi stjórnkerfi þar sem þeir bestu og hæfustu réðu en stjórnmálaþátttaka takmarkaðist við hóp fárra manna.[1] Orðið er myndað úr orðunum „aristo-“ (sem merkir það besta) og „kratiā“ (stjórn). Þar sem engin sátt ríkir um það hvað telst best, sérstaklega þegar kemur að stjórnskipulagi, er erfitt að nota orðið í þessu samhengi. Það virðist einkum hafa verið notað um góða og vel heppnaða fámennisstjórn.[2] Orðið var síðar notað um ríki þar sem aðalsmenn stjórnuðu og vald gekk í erfðir.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sjá m.a. Platon, Ríkið 445D
  2. Sjá m.a. Platon, Ríkið 544A-E
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.