Fara í innihald

Apollonia Schwartzkopf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Appollónía Schwartzkopf)

Apollonia Schwartzkopf (d. 1724) var norsk mektarkona sem kom til Íslands 1722 eftir að hafa kært Niels Fuhrmann fyrir heitrof. Hann var dæmdur til að eiga hana og bjó hún hjá honum að Bessastöðum uns hún andaðist þar úr undarlegum sjúkdómi. Danskar mæðgur, Katrín og Karen Holm, sem dvöldu einnig hjá Fuhrmann, voru grunaðar um að hafa drepið Apolloniu með eitri en ekkert varð þó sannað við rannsókn. Skáldsaga Guðmundar Daníelssonar, Hrafnhetta (1958) og leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, Haustbrúður (Þjóðleikhúsið 1989) fjalla um Apolloniu.

Að sögn verður vart við vofu hennar að Bessastöðum.

  Þetta æviágrip sem tengist Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.