Fara í innihald

Anschluss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
15. mars 1938, íbúar Vínar bjóða þýska nasista velkomna.

Anschluss (tenging, bandalag eða innlimun á þýsku) eða innlimun Austurríkis var hernám og innlimun Austurríkis inn i Þriðja ríki nasista í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sameining Þýskalands og Austurríkis hafði verið stefnumál ýmissa hópa í báðum löndum frá lokum Fyrri heimsstyrjaldar en skilmálar Versalasamningsins bönnuðu slíka sameiningu. 11. mars 1938 lét Kurt Schuschnigg, kanslari Austurríkis, af embætti eftir mikinn þrýsting frá Adolf Hitler og austurrískir nasistar tóku við stjórnartaumunum. Daginn eftir hélt þýski herinn yfir landamærin og mætti engri mótstöðu. Austurríki var lagt niður sem sjálfstætt ríki og gert að héraði innan Stór-Þýskalands.