Fara í innihald

Annattó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Annatto)
Opin fræhylki sem sýna rauð fræin.

Annattó, bixín eða roðafræ, er litarefni og krydd sem unnið er úr fræjum annattótrésins (fræðiheiti: Bixa orellana) sem vex í hitabeltinu eða heittempraða beltinu í Nýja heiminum. Úr fræjunum er unnið gult eða appelsínugult litarefni sem bæði er notað til að krydda mat og lita. Fræin ilma eins og pipar og múskat og bragð þeirra er sætt og piparkennt hnetubragð. Litarefnið er notað til að lita ost og feitmeti eins og smjör og smjörlíki. Annattó er einnig notað til að lita hrísgrjón, sinnep, bakstur, krydd, kartöflur, snakk morgunkorn og reyktan fisk. Það getur valdið ofnæmi.

Frumbyggjar Ameríku notuðu annattó til að mála andlit og líkama og sem varalit. Annattótré var því stundum kallað varalitatré.

Annattó, bixín, norbixín er aukefni í matvælum með númerið E 160b.