Fara í innihald

Anna-Lind Pétursdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anna-Lind Pétursdóttir
Fædd
Akureyri
StörfPrófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Háskóla Íslands

Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.[1]

Anna-Lind lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1991,[2] B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1996, cand.psych.-gráðu í sálfræði 2001[1] og Dr.phil-gráðu í námssálfræði og sérkennslufræðum frá College of Education and Human Development við Minnesotaháskóla 2006.[3][4][5] Hún hlaut styrki úr sjóðum Val Bjornson og Fulbright (2003) til doktorsnámsins í Bandaríkjunum.[6]

Anna-Lind starfaði sem atferlisþjálfi og síðar ráðgjafi í heildstæðri atferlisþjálfun fyrir börn með einhverfu 1995 til 1997 og vann að rannsókn og síðar ráðgjöf til að draga úr hegðunarerfiðleikum nemenda í grunnskólum á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1998 til 1999. Hún var sálfræðingur hjá Leikskólum Reykjavíkur 2001 til 2003, stýrði átaksverkefni um bætt samskipti og hegðun í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar 2006 til 2008, og vann samhliða sem stundakennari við Háskóla Íslands frá 2001 þar til hún hóf störf sem lektor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið 2008. Hún varð dósent árið 2010[1] og prófessor 2018.[7] Árin 2017 og 2018 starfaði hún einnig sem yfirsálfræðingur á Menntasviði Kópavogsbæjar samhliða hlutastarfi við HÍ.[1][8]

Anna-Lind hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands, m.a. í fagráði náms- og gæðamats Menntamálastofnunar,[9] í vettvangsráði, námsnefnd og fagráði á Menntavísindasviði HÍ og sem fulltrúi í stjórn náms í hagnýtri atferlisgreiningu við HÍ, Rannsóknarsjóðs HÍ, Félagi sérkennara á Íslandi og Einhverfusamtökunum.[10]

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu áherslur Önnu-Lindar í kennslu og rannsóknum eru sannreyndar aðferðir til að mæta sérþörfum barna og þjálfun starfsfólks skóla í beitingu þeirra.[11][12][13] Þar má nefna sem dæmi rannsókn á áhrifum þjálfunar leikskólastarfsfólks í nýrri kennslutækni á framfarir barna með þroskaseinkun, mat og útfærsla á samvinnunámsaðferðum til að auka félagsleg samskipti nemanda með einhverfu við bekkjarfélaga sína, mat á námsframvindu nemenda í áhættu fyrir lestrarerfiðleika og einstaklingsmiðuð inngrip til að auka námshraða í lestri, og mat á áhrifum stuðningsáætlana byggðum á virknimati á langvarandi hegðunarvanda nemenda í grunn- leik- og framhaldsskólum. Einnig hafa rannsóknir hennar beinst að lestrarkennslu almennt, eins og reynslu leikskólakennara af samvinnunámsaðferðum og áhrifum þeirra á byrjandi lestrarfærni leikskólabarna.[14] Hún, ásamt dr. Kristen McMaster fengu verkefnisstyrk úr Rannís til að meta framkvæmd félagakennslu og áhrif hennar á lestrarfærni nemenda í 1. og 2. bekk.[15]

Anna-Lind hefur á starfsferli sínum skrifað fjölda fræðigreina í innlend og erlend tímarit[16] auk þess sem hún hefur haldið marga fyrirlestra bæði innanlands og erlendis.[17][18] Hún hefur einnig haldið námskeið fyrir foreldra og fagfólk skóla um leiðir til að bæta hegðun og líðan barna, bæði á vegum Endurmenntunar HÍ[19][20][21] og við skóla um allt land.

Fjölskylduhagir

[breyta | breyta frumkóða]

Anna-Lind fæddist á Akureyri og ólst upp þar og í Þýskalandi. Foreldrar Önnu-Lindar eru Gisela Rabe-Stephan (f. 1943), framhaldsskólakennari og Pétur Bjarnason (1939–1976), hafnarstjóri á Akureyri. Eiginmaður Önnu-Lindar er Skúli Helgason, stjórnmálafræðingur. Þau eiga fimm börn.[22]

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]

Bókarkaflar

[breyta | breyta frumkóða]

Rúnar Sigþórsson, Anna-Lind Pétursdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir (2014). Nám, þátttaka og samskipti nemenda. In Gerður G. Óskarsdóttir (Ed.), Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21.aldar Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine (pp. 161-196). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Anna Lind G. Pétursdóttir. Prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu“. Sótt 29. ágúst 2019.
  2. Menntaskólinn á Akureyri. Stúdentar 1991 Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
  3. Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Anna Lind Pétursdóttir.
  4. Kvennasögusafn Íslands. Íslenskir kvendoktorar 2006 Geymt 17 nóvember 2010 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sótt 29. ágúst 2019.
  5. Mbl.is. (2006, 17. október). Doktorsvörn í námssálfræði. Sótt 29. ágúst 2019.
  6. Fulbright. Fulbright recipients Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
  7. Háskóli Íslands. (2018). Hljóta framgang í starfi. Sótt 29. ágúst 2019.
  8. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Anna-Lind Pétursdóttir rannsakað? Sótt 29. ágúst 2019.
  9. Menntamálastofnun. Fagráð um náms- og gæðamat. Sótt 29. ágúst 2019.
  10. Mbl.is. (1999, 11. febrúar). Námsstefna Umsjónarfélags einhverfra. Atferlismeðferð eykur sjálfstæði. Sótt 29. ágúst 2019.
  11. University of Minnesota. (2018). Special ed alumni, professor in Iceland shares experience. Sótt 29. ágúst 2019.
  12. Þórunn Kristjánsdóttir. (2014, 2. maí). Mennta kennara betur til að draga úr hegðunarvanda. Mbl.is. Sótt 29. ágúst 2019.
  13. Háskóli Íslands. Dregið úr hegðunarerfiðleikum barna. Sótt 29. ágúst 2019.
  14. Google Scholar. Anna-Lind Pétursdóttir[óvirkur tengill].
  15. Rannsóknamiðstöð Íslands.Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2020. Sótt 31. mars 2020.
  16. Academia. Anna-Lind Pétursdóttir.
  17. Hafnarfjörður. (2015). Málþing um læsi 25. febrúar Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
  18. Skólavarðan. Veftímarit um skóla- og menntamál. (2016). Verkfæri í skóla margbreytileikans Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
  19. Endurmenntun HÍ. Hugræn atferlisfræði í lífi og starfi. Sótt 29. ágúst 2019.
  20. Mbl.is. (2013, 6. september). Einstaklingsmiðuð úrræði á jákvæðum nótum. Sótt 29. ágúst 2019.
  21. Kennarasamband Íslands. (2014). Námskeið fyrir starfsfólk leikskóla Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
  22. Alþingi. Skúli Helgason. Sótt 31. mars 2020.