Anna-Lind Pétursdóttir
Anna-Lind Pétursdóttir | |
---|---|
Fædd | Akureyri |
Störf | Prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Háskóla Íslands |
Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.[1]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Anna-Lind lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1991,[2] B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1996, cand.psych.-gráðu í sálfræði 2001[1] og Dr.phil-gráðu í námssálfræði og sérkennslufræðum frá College of Education and Human Development við Minnesotaháskóla 2006.[3][4][5] Hún hlaut styrki úr sjóðum Val Bjornson og Fulbright (2003) til doktorsnámsins í Bandaríkjunum.[6]
Anna-Lind starfaði sem atferlisþjálfi og síðar ráðgjafi í heildstæðri atferlisþjálfun fyrir börn með einhverfu 1995 til 1997 og vann að rannsókn og síðar ráðgjöf til að draga úr hegðunarerfiðleikum nemenda í grunnskólum á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1998 til 1999. Hún var sálfræðingur hjá Leikskólum Reykjavíkur 2001 til 2003, stýrði átaksverkefni um bætt samskipti og hegðun í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar 2006 til 2008, og vann samhliða sem stundakennari við Háskóla Íslands frá 2001 þar til hún hóf störf sem lektor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið 2008. Hún varð dósent árið 2010[1] og prófessor 2018.[7] Árin 2017 og 2018 starfaði hún einnig sem yfirsálfræðingur á Menntasviði Kópavogsbæjar samhliða hlutastarfi við HÍ.[1][8]
Anna-Lind hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands, m.a. í fagráði náms- og gæðamats Menntamálastofnunar,[9] í vettvangsráði, námsnefnd og fagráði á Menntavísindasviði HÍ og sem fulltrúi í stjórn náms í hagnýtri atferlisgreiningu við HÍ, Rannsóknarsjóðs HÍ, Félagi sérkennara á Íslandi og Einhverfusamtökunum.[10]
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Helstu áherslur Önnu-Lindar í kennslu og rannsóknum eru sannreyndar aðferðir til að mæta sérþörfum barna og þjálfun starfsfólks skóla í beitingu þeirra.[11][12][13] Þar má nefna sem dæmi rannsókn á áhrifum þjálfunar leikskólastarfsfólks í nýrri kennslutækni á framfarir barna með þroskaseinkun, mat og útfærsla á samvinnunámsaðferðum til að auka félagsleg samskipti nemanda með einhverfu við bekkjarfélaga sína, mat á námsframvindu nemenda í áhættu fyrir lestrarerfiðleika og einstaklingsmiðuð inngrip til að auka námshraða í lestri, og mat á áhrifum stuðningsáætlana byggðum á virknimati á langvarandi hegðunarvanda nemenda í grunn- leik- og framhaldsskólum. Einnig hafa rannsóknir hennar beinst að lestrarkennslu almennt, eins og reynslu leikskólakennara af samvinnunámsaðferðum og áhrifum þeirra á byrjandi lestrarfærni leikskólabarna.[14] Hún, ásamt dr. Kristen McMaster fengu verkefnisstyrk úr Rannís til að meta framkvæmd félagakennslu og áhrif hennar á lestrarfærni nemenda í 1. og 2. bekk.[15]
Anna-Lind hefur á starfsferli sínum skrifað fjölda fræðigreina í innlend og erlend tímarit[16] auk þess sem hún hefur haldið marga fyrirlestra bæði innanlands og erlendis.[17][18] Hún hefur einnig haldið námskeið fyrir foreldra og fagfólk skóla um leiðir til að bæta hegðun og líðan barna, bæði á vegum Endurmenntunar HÍ[19][20][21] og við skóla um allt land.
Fjölskylduhagir
[breyta | breyta frumkóða]Anna-Lind fæddist á Akureyri og ólst upp þar og í Þýskalandi. Foreldrar Önnu-Lindar eru Gisela Rabe-Stephan (f. 1943), framhaldsskólakennari og Pétur Bjarnason (1939–1976), hafnarstjóri á Akureyri. Eiginmaður Önnu-Lindar er Skúli Helgason, stjórnmálafræðingur. Þau eiga fimm börn.[22]
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Greinar
[breyta | breyta frumkóða]- Petursdottir, AL., Gudmundsdottir, T. Supporting Social Play Skill Acquisition and Generalization of Children with Autism Through Video Modeling. J Autism Dev Disord (2021). https://doi.org/10.1007/s10803-021-05204-4
- Pétursdóttir, A. L. & Ragnarsdottir, G. B. (2019). Decreasing student behavior problems and fostering academic engagement through function-based support and fading of token reinforcement. Behavioral Interventions, 34(3), 323-337.
- Pétursdóttir, A. L. (2017). Distance training in function-based interventions to decrease student problem behavior: Summary of 74 cases from a university course. Psychology in the Schools, 54(3), 213-227.
- Anna-Lind Pétursdóttir & Kristín Svanhildur Ólafsdóttir. (2016). Samvinna um læsi í leikskóla: Áhrif K-PALS á hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu, hljóðafimi og umskráningarfærni leikskólabarna Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið, Háskóli Íslands.
- Anna-Lind Pétursdóttir. (2016). K-PALS-félagakennsla: Dæmi um útfærslur til að styðja við lestrarnám og félagsleg samskipti nemenda með sérþarfir. Glæður, 25, 14-22.
- Anna-Lind Pétursdóttir & Kristín Helga Guðjónsdóttir. (2015). Pör að læra saman í leikskóla: Reynsla starfsfólks af K-PALS Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið, Háskóli Íslands.
- Anna-Lind Pétursdóttir, Lucinda Árnadóttir & Snæfríður Björgvinsdottir. (2012). Úr sérúrræði í almennu kennslustofuna: Áhrif stuðningsáætlunar með stighækkandi viðmiðum um frammistöðu Geymt 23 nóvember 2018 í Wayback Machine. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið, Háskóli Íslands.
- Anna-Lind Pétursdóttir. (2011). Með skilning að leiðarljósi: Dregið úr langvarandi hegðunarerfiðleikum með virknimati og stuðningsáætlunum. Uppeldi og menntun, 20(2), 121-143.
- Petursdottir, A.-L., McMaster, K., McComas, J., Bradfield, T., Braganza, V., Koch-McDonald, J., Rodriguez, R. & Scharf, H. (2009). Brief experimental analysis of early reading interventions. Journal of School Psychology, 47, 215-243.
- McMaster, K., Du, X. & Petursdottir, A.-L. (2009). Technical Features of Curriculum-Based Measures for Beginning Writers. Journal of Learning Disabilities, 42 (1), 41-60.
- Petursdottir, A.-L., McComas, J., McMaster, K., & Horner, K. (2007). Assessing the Effects of Scripted Peer Tutoring and Programming Common Stimuli on Social Interactions of a Young Student with Autism Spectrum Disorder. Journal of Applied Behavior Analysis, 40, 353-357.
- Petursdottir, A.-L. & Sigurdardottir, Zuilma G. (2006). Increasing the Skills of Children with Developmental Disabilities through Staff Training in Behavioral Teaching Techniques. Education and Training in Developmental Disabilities, 41 (3), 264-279.
Bókarkaflar
[breyta | breyta frumkóða]Rúnar Sigþórsson, Anna-Lind Pétursdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir (2014). Nám, þátttaka og samskipti nemenda. In Gerður G. Óskarsdóttir (Ed.), Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21.aldar Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine (pp. 161-196). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Anna Lind G. Pétursdóttir. Prófessor í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu“. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Menntaskólinn á Akureyri. Stúdentar 1991 Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Anna Lind Pétursdóttir.
- ↑ Kvennasögusafn Íslands. Íslenskir kvendoktorar 2006 Geymt 17 nóvember 2010 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Mbl.is. (2006, 17. október). Doktorsvörn í námssálfræði. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Fulbright. Fulbright recipients Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2018). Hljóta framgang í starfi. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Anna-Lind Pétursdóttir rannsakað? Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Menntamálastofnun. Fagráð um náms- og gæðamat. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Mbl.is. (1999, 11. febrúar). Námsstefna Umsjónarfélags einhverfra. Atferlismeðferð eykur sjálfstæði. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ University of Minnesota. (2018). Special ed alumni, professor in Iceland shares experience. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Þórunn Kristjánsdóttir. (2014, 2. maí). Mennta kennara betur til að draga úr hegðunarvanda. Mbl.is. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Dregið úr hegðunarerfiðleikum barna. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Google Scholar. Anna-Lind Pétursdóttir[óvirkur tengill].
- ↑ Rannsóknamiðstöð Íslands.Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2020. Sótt 31. mars 2020.
- ↑ Academia. Anna-Lind Pétursdóttir.
- ↑ Hafnarfjörður. (2015). Málþing um læsi 25. febrúar Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Skólavarðan. Veftímarit um skóla- og menntamál. (2016). Verkfæri í skóla margbreytileikans Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Endurmenntun HÍ. Hugræn atferlisfræði í lífi og starfi. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Mbl.is. (2013, 6. september). Einstaklingsmiðuð úrræði á jákvæðum nótum. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Kennarasamband Íslands. (2014). Námskeið fyrir starfsfólk leikskóla Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ Alþingi. Skúli Helgason. Sótt 31. mars 2020.