Ann Radcliffe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ann Radcliffe

Ann Radcliffe (fædd Ward; 9. júlí 1764 - 7. febrúar 1823) var enskur rithöfundur og frumkvöðull í mótun gotnesku skáldsögunnar. Sú aðferð hennar að gefa meintum yfirnáttúrulegum atburðum eðlilegar skýringar átti þátt í að afla gotnesku skáldsögunni virðingar á 10. áratug 18. aldar.[1] Radcliffe var einn vinsælasti rithöfundur samtímans og naut almennrar viðurkenningar. Gagnrýnendur kölluðu hana galdrakonuna miklu og Shakespeare skáldsögunnar. Bækur hennar nutu vinsælda langt fram á 19. öld.[2] Áhugi á verkum hennar hefur vaknað aftur með útgáfu þriggja ævisagna í upphafi 21. aldar.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. The British Library Sótt 12. nóvember 2016.
  2. https://academic.brooklyn.cuny.edu/english/melani/novel_18c/radcliffe/index.html. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  3. Chawton House Library: Ruth Facer, "Ann Radcliffe (1764–1823)", sótt 1. desember 2012.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.