Hvannir
Útlit
(Endurbeint frá Angelica)
- Líka er til íslenska mannsnafnið Hvönn. Hvönn getur einnig vísað til ætihvannar.
Hvönn | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Geithvönn (Angelica sylvestris)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
Um 50 tegundir; sjá grein |
Hvönn (fræðiheiti: Angelica) er ættkvísl jurta af sveipjurtaætt sem lifa á norðurhveli jarðar. Hvannir verða um 1-2 metrar á hæð með stór lauf og stóran blómsveip með hvítum eða grænleitum blómum.
Um hvönnina í Látrabjargi
[breyta | breyta frumkóða]Hvönn var mikið notuð til manneldis hér áður fyrr. Eggert Ólafsson skrifar um hvönnina í Látrabjargi og segir:
- Í Látrabjargi eru jurtastóð, því að jarðvegur er þar rakur og frjór á skeiðum og í sprungum, en sólarhitinn knýr plönturnar til mikils vaxtar. Hvönn vex þar alls staðar og verður þar sums staðar svo stórvaxin, að fullorðinn karlmaður getur stungið handleggnum inn í stöngulholið. Hvönn er árlega skorin til heimilisnota þar úr nágrenninu. Til sönnunar því að jurt þessi hafi verið notuð mikið fyrr á tímum og verið eftirsótt, er gjafabréf á skinni í eign Sauðlauksdalskirkju, þar sem kirkjunni er gefinn árlegur hvannskurður í Látrabjargi, svo mikið sem 6 menn skera (vafalaust) á einum degi og einn maður á sex dögum.
Nokkrar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]- Beruhvönn (Angelica ursina)
- Bjarnarhvönn, bjarnarkló (Heracleum stevenii, Heracleum giganteum, Heracleum laciniatum, Heracleum villosum)
- Fjaðurhvönn (Hercleum austriacum)
- Geithvönn, geitla, skollahvönn, snókahvönn (Angelica sylvestris, Angelica silvestris)
- Gljáhvönn (Angelica lucida)
- Hrossahvönn, hestahvönn (Heracleum sphondylium)
- Hrútahvönn (Heracleum lehmannianum)
- Kínahvönn (Angelica sinensis)
- Kúahvönn (Heracleum sphondylium ssp. montanum, Heracleum lanatum, Heracleum maximum)
- Meyjahvönn (Angelica decurrens)
- Risahvönn (Heracleum sphondylium ssp. sibiricum, Heracleum sibiricum)
- Roðahvönn, roðasmáhvönn (Heracleum roseum)
- Sæhvönn (Ligusticum scoticum)
- Silfurhvönn (Heracleum platytaenium)
- Smáhvönn (Heracleum minimum)
- Sóthvönn (Angelica atropurpurea)
- Strandhvönn (Angelica archangelica ssp. litoralis, Angelica litoralis)
- Tröllahvönn, tröllajurt (Heracleum mantegazzianum)
- Uxahvönn (Heracleum pubescens)
- Ætihvönn, englarót, erkihvönn, höfuðhvönn, hvönn (Angelica archangelica, Angelica officinalis)