Hrossahvönn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húnakló

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Heracleum
Tegund:
Húnakló

Tvínefni
Heracleum sphondylium
L.
Samheiti
  • Pastinaca sphondylium (L.) Calest.
  • Sphondylium vulgare Gray
  • Heracleum australe f. wendtioides Murb.
  • Heracleum sphondylium var. macrocarpum Lange

Hrossahvönn eða Húnakló (fræðiheiti: Heracleum sphondylium) er stórvaxin (að 2m há) sveipjurt sem upprunnin er frá Evrasíu og N-Ameríku. Húnakló líkist venjulegri hvönn nema er með hvít blóm og er nokkuð grófvaxnari.

Húnakló er fjölær og fjölgar sér með fræjum. Hún inniheldur sömu ljósnæmu efnin og bjarnarkló, en í mun minna magni og hefur hún verið nýtt til matar víða á útbreiðslusvæðinu. Nafnið húnakló hefur verið á reiki og stundum notað yfir skyldar tegundir eins og H. persicum. Báðar tegundirnar munu þó vera til á landinu.

Húnakló (nærmynd)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.