Fara í innihald

Andrew Rogers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andrew Rogers er ástralskur nútímalistamaður sem býr til skúlptúra og umhverfislistaverk. Hann hefur unnið frá árinu 1998 því að setja upp stór (allt að 40.000 fmflatarmáli) umhverfislistaverk á stöðum víða um heim og hefur lokið uppsetningu 51 þeirra í 16 löndum á sjö heimsálfum, m.a. Ástralíu, Bólivíu, Chile, Ísrael og Sri Lanka. Hann vann að uppsetningu slíkra listaverka í Eyjafirði. Á hverjum stað eru um þrjár uppsetningar, eitt verk er sameiginlegt með öllum stöðum og heitir það Rhythm of Life en hin verkin eru mismunandi og sækir hann hugmyndirnar fyrir þeim í menningu landsins þar sem verkin eru. Yfir 7.500 manns hafa komið að gerð þeirra.

Árið 2007 var sýning á verkum Rogers í Listasafninu á Akureyri (Rhythms of Life I-VII).