Andrew Carnegie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Andrew Carnegie

Andrew Carnegie (25. nóvember 183511. ágúst 1919) var bandarískur iðnjöfur og mannvinur af skoskum ættum. Hann stofnaði Carnegie-stálfyrirtækið sem seinna varð U.S. Steel.

Carnegie er þekktur fyrir að hafa byggt upp eina öflugustu og áhrifamestu viðskiptasamsteypu í sögu Bandaríkjanna og fyrir að hafa síðar á ævinni gefið megnið af eigum sínum til ýmissa góðgerðarmála svo sem stofnunar bókasafna, skóla og háskóla í Bandaríkjunum og Skotlandi og víða annars staðar. Árið 1919 voru um það bil 3500 bókasöfn í Bandaríkjunum og hafði Carnegie gefið eða styrkt um það bil helming þeirra. Carnegie-Mellon háskólinn í Pittsburgh í Pennsylvaníu er nefndur eftir honum og Andrew W. Mellon, sem og Carnegie-vatnið í Princeton, New Jersey, en hann fjármagnaði gerð þess fyrir Princeton-háskóla. Frægasta styrktarverkefni Carnegies er ef til vill tónleikasalurinn Carnegie Hall á Manhattan í New York borg.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.