Andres Küng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Andres Küng (13. september 194510. desember 2002) var sænskur blaðamaður, rithöfundur og stjórnmálamaður af eistneskum ættum. Küng fæddist í Ockelbo, Gävleborg. Foreldrar hans, Aleksander Küng og Regina, f. Lüüdik, voru flóttamenn frá Eistlandi, sem rússneska ráðstjórnin hafði hernumið 1940.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Küng lauk prófi 1967 í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi. Hann var ritstjóri menningarþáttar í sænska ríkisútvarpinu 1969 – 1972 og sérfræðingur um utanríkismál í sænska ríkissjónvarpinu 1972 – 1982, en starfaði síðan sem sjálfstæður rithöfundur og blaðamaður. Hann var einn af stofnendum fyrstu frjálsu sjónvarpsstöðvarinnar í Eistlandi 1993. Hann var kvæntur Lena Sommer en skildi við hana 1999. Þau áttu þrjú börn, Frida, Emilie og Daniel.

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Küng starfaði í sænska Þjóðarflokknum og útlagasamtökum fólks frá Eystrasaltslöndum. Hann var formaður félags ungs Þjóðarflokksfólks í Stokkhólmi 1966–1967 og sat í stjórn æskulýðssambands ungs Þjóðarflokksfólks. Hann var varaþingmaður Þjóðarflokksins og sat á þingi 1982 og 1983. Hann sat í miðstjórn Þjóðarflokksins 1982–1991. Küng var einnig félagi í eistneska frjálslynda flokknum í útlegð.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Küng skrifaði rúmlega fimmtíu bækur, flestar um Eystrasaltsríkin og baráttu þeirra til að halda þjóðlegum sérkennum og endurheimta sjálfstæði sitt. Ein bók hans, Eistland. Smáþjóð undir oki erlendis valds, kom út á íslensku 1973, og þýddi Davíð Oddsson hana. Í nóvember 1998 hlaut Küng þriggja stjörnu heiðursmerkið úr hendi forseta Lettlands, Guntis Ulmanis. Í febrúar 1999 hlaut hann heiðursmerkið hvítu stjörnuna úr hendi forseta Eistlands, Lennart Meri.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

 • Estland - en studie i imperialism, Aldus/Bonniers, Stockholm 1971. [Þýdd á þýsku og íslensku.]
 • Vad händer i Baltikum? Aldus/Bonniers, Stockholm 1973.
 • Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1973. [Þýðing á Estland: En studie i imperialism.]
 • Det moderna Island, Utrikespolitiska institutet, Stockholm 1975.
 • Bruce Olson: Missionary or colonizer?, 1981. ISBN 0-915684-83-7.
 • Sådan är socialismen - en orättvis betraktelse?', 1982.
 • Vindens barn: Om medlöperi förr och nu, 1983. ISBN 91-7566-030-X.
 • Vingar över Amazonas, Den kristna bokringen, 1984. ISBN 91-536-5077-8.
 • Estland vaknar, Sellin och Blomquist, Stockholm 1990.
 • Riga En personlig vägvisare, Sellin & Partner Förlag AB, 1992. ISBN 91-7055-056-5.
 • Ett liv för Baltikum : journalistiska memoarer. Timbro, Stockholm 2002. ISBN 91-7566-530-1.