American Journal of Philology
Útlit
American Journal of Philology | |
---|---|
Heiti: American Journal of Philology | |
Fræðigrein: textafræði, fornfræði, fornaldarsaga | |
Tungumál: enska | |
Skammstöfun: AJP | |
Vefsíða: AJP Geymt 3 september 2006 í Wayback Machine | |
Útgefandi: Johns Hopkins University Press | |
Land: Bandaríkin | |
Útgáfuár: frá 1880 |
American Journal of Philology (AJP) er fræðitímarit sem hóf göngu sína árið 1880 og var stofnað af fornfræðingnum Basil Lanneau Gildersleeve. Það er eitt helsta tímarit um textafræði og skyld efni í fornfræði og klassískum bókmenntum, málvísindum, sagnfræði og heimspeki og birtir oft þverfaglegar fræðigreinar. Árið 2003 voru AJP veitt verðlaun fyrir besta útgefna hefti af Association of American Publishers. Núverandi ritstjóri tímaritsins er Barbara K. Gold, við Hamilton College.
Tímaritið kemur út ársfjórðungslega í mars, júní, september og desember. Meðallengd heftis er um 176 blaðsíður.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Professional and Scholarly Publishing Awards Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine
- American Journal of Philology hjá Project MUSE
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „American Journal of Philology“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. september 2006.