Alvis Vītoliņš
Útlit
(Endurbeint frá Alvis Vitolinš)
Alvis Vītoliņš | |
---|---|
Fæddur | Alvis Vītoliņš 15. júní, 1946 |
Dáinn | 16. febrúar, 1997 |
Dánarorsök | framdi sjálfsmorð |
Þekktur fyrir | skák |
Titill | Alþjóðlegur meistari |
Alvis Vītoliņš (15. júní 1946 – 16. febrúar 1997) var lettneskur alþjóðlegur meistari í skák. Hann varð Lettlandsmeistari árin 1973 (í liðakeppni), 1976, 1977, 1978, 1982, 1983 og 1985 (í liðkeppni). Árið 1980 varð hann alþjóðlegur meistari.
Vītoliņš framdi sjálfsmorð með því að stökkva af brú á frosið Gauja fljót.
Framlög
[breyta | breyta frumkóða]Nafn Vītoliņš festist við nokkrar byrjanir en þær eru:
- Margate afbrigði Richter-Rauzer afbrigðis klassískrar sikileyjarvarnar (1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.Bg5 e6 7.Bb5) er einnig nefnt Vītoliņš afbrigðið.
- Vitolins afbrigðið í Sikileyjarvörn, Scheveningen afbrigði (1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 e6 6.Bb5+).
- Vītoliņš gambítur í Capablanca afbrigði Nimzóindverskrar varnar (1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rc3 Bb4 4.Dc2 0-0 5.a3 Bxc3 6.Dxc3 b5!?).