Alois Alzheimer
Alois Alzheimer (f. 14. júní 1864, d. 19. desember 1915) var þýskur læknir sem fæddist í Markbreit í Suður-Þýskalandi. 1887 útskrifaðist hann með doktorsgráðu frá Würzburg í Berlín.
Á Städtische Anstalt für Irre und Epileptische (Geðspítali fyrir geðveika og flogaveika) í Frankfurt aðstoðaði hann konur og gerði rannsóknir með Franz Nissl á meinafræði heilaberksins.[1] Á spítalanum hitti hann einnig Emil Kraepelin og fylgdi honum á konunglega geðspítalann 1903.[1] 1904 náði Alzheimer hæstu mögulegu gráðu frá Ludwig Maximilian háskólanum í München og var skipaður prófessor þar 1908.
3. nóvember 1906 deildi Alzheimer frá niðurstöðum sínum um meinafræði heilans og einkenni heilabilunar á Tübingen ráðstefnu suðvestur þýskra geðlækna.[1] Hann gaf út ritgerð um fyrirlesturinn og lengri ritgerð 1907 um sjúkdóminn og niðurstöður sínar.[1] Sjúkdómurinn varð ekki þekktur sem Alzheimer sjúkdómurinn fyrr en 1910 þegar Kraepelin nefndi hann í kaflanum "Presenile and Senile Dementia" í 8. útgáfu bókar sinnar Handbook of Psychiatry. Síðan 1911 hefur lýsing hans á sjúkdómnum verið notuð af evrópskum læknum.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Alois Alzheimer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. mars 2024.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Cipriani, Gabriele; Dolciotti, Cristina; Picchi, Lucia; Bonuccelli, Ubaldo (2011). „Alzheimer and his disease: a brief history“. Neurological Sciences. 32 (2): 275–79. doi:10.1007/s10072-010-0454-7. ISSN 1590-1874. PMID 21153601. S2CID 8483005.
- ↑ Maurer K.; Maurer U. (2003). Alzheimer: The Life of a Physician and Career of a Disease. New York: Columbia University Press. ISBN 978-0-231-11896-5.