Almagestur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Almagestur (forngríska: "Μαθηματικὴ Σύνταξις" (Mathēmatikē Syntaxis)) er áhrifamikið stjarn- og stærðfræðirit á grísku frá 2. öld eftir gríska stærð-, landa- og stjörnufræðinginn Ptólomajos (um 100 – um 170 e.k.). Ritið fjallar um jarðmiðjukenninguna, þ.e. hvernig himintungl snúast í kringum jörðina. Nikulás Kópernikus lagði löngu seinna fram gagnstæða tilgátu um að jörðin snerist í kringum sólina (nefnd sólmiðjukenningin).

Verkið var þýtt úr latínu á arabísku á miðöldum (arabíska: الكتاب المجسطي, al-kitabu-l-mijisti, íslenska: Hin mikla bók). Arabíska þýðingin gegndi síðan mikilvægu hlutverki í miðlun ritsins. Gríska frumtextinn fannst aftur á 15. öld en titillinn almagestur ber ennþá vitni til mikilvægs þáttar arabísku þýðingarinnar í varðveislu ritsins.

Orðið var líka haft um önnur safnrit af svipuðu tagi frá miðöldum.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.