Alice Ball

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alice Ball.

Alice Augusta Ball (24. júlí 1892 – 31. desember 1916) var bandarískur efnafræðingur sem er þekktust fyrir að hafa fundið upp nýja meðferð við holdsveiki („Ball-aðferðina“) í upphafi 20. aldar.[1] Hún var fyrsta konan og fyrsti þeldökka manneskjan sem lauk mastersprófi við Hawaii-háskóla og líka fyrsta konan og fyrsta þeldökka manneskjan sem gegndi prófessorsstöðu í efnafræði.[2]

Ball fæddist í Seattle í Bandaríkjunum. Faðir hennar var ritstjóri dagblaðsins The Coloured Citizen og móðurafi hennar var frægi ljósmyndarinn James Presley Ball. Sumir höfundar hafa velt fyrir sér hvort vinna afa hennar og móður við framköllun og prentun ljósmynda hafi haft áhrif á efnafræðiáhuga Alice Ball.[2] Hún lauk bachelor-gráðu í efnafræði við Washington-háskóla 1912 og í lyfjafræði tveimur árum síðar.[1][3] Hún lauk mastersgráðu í efnafræði við Hawaii-háskóla með rannsóknum á efnafræði og virkum efnum í jurtinni kava.[4][5] Á Hawaii var þá stór holdsveikranýlenda á eyjunni Molokai og Ball var fengin til að þróa meðferð byggða á chaulmoogra-olíu sem vitað var að virkaði gegn holdsveiki, en var þeim erfiðleikum bundin að hún virkaði illa sem áburður, var svo bragðvond að sjúklingar ældu henni oftast upp, og var ekki hægt að gefa með sprautu.[6] Ball fann aðferð til að einangra estra úr olíunni sem höfðu sömu virkni og var hægt að gefa í æð.[7] Hún veiktist hins vegar og dó árið 1916, aðeins 24 ára gömul, hugsanlega úr klóreitrun eftir kennslu í notkun gasgríma. Annar kennari við skólann, Arthur L. Dean, eignaði sér rannsóknir hennar og kenndi aðferðina við sjálfan sig.[8] Ball-aðferðin var besta meðferðin sem í boði var við holdsveiki þar til sýklalyf voru fundin upp á 5. áratug 20. aldar. Það var ekki fyrr en undir lok 20. aldar að hún hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Jackson, Miles (20. september 2007). „Ball, Alice Augusta“. Black Past. Sótt 15. maí 2013.
  2. 2,0 2,1 Brown, Jeannette (2012). African American Women Chemists. New York: Oxford University Press. bls. 19–24. ISBN 978-0-19-974288-2.
  3. Collins, Sibrina Nichelle (5. desember 2016). Zeller Jr., Tom; Roberts, Jane; Borel, Brooke; Blum, Deborah (ritstjórar). „Alice Augusta Ball: Chemical Drug Pioneer“. Undark. Knight Science Journalism Program (Massachusetts Institute of Technology). Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2020. Sótt 22. júní 2021.
  4. University of Hawaii at Manoa. „Ball, Alice Augusta“. Scholar Space. Sótt 15. maí 2013.
  5. Mendheim, Beverly (september 2007). „Lost and Found: Alice Augusta Ball, an Extraordinary Woman of Hawai'i Nei“. Northwest Hawaii Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2016. Sótt 17. maí 2013.
  6. Parascandola, John. "Chaulmoogra oil and the treatment of leprosy." Pharmacy in history 45.2 (2003): 47-57.
  7. Ignotofsky, Rachel (2016). "Women in Science: 50 Fearless Pioneers Who Changed the World" Ten Speed Press: pp.45
  8. Wermager, Paul; Carl, Heltzel (1. febrúar 2007). Heltzel, Carl; Tinnesand, Michael; Kanaskie, Leona; Harris, Cornithia; Barlow, Sandra; Taylor, Terri; Isikooff, Peter (ritstjórar). „Alice A. Ball: Young Chemist Gave Hope to Millions“ (PDF). ChemMatters Magazine American Chemical Society (ACS) (enska). Washington, D.C., United States of America. 25 (1): 17–19. ISSN 0736-4687. OCLC 9135366. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13. júlí 2014. Sótt 22. júní 2021.