Algebruleg tala
Útlit
Algebruleg tala er hver sú tvinntala (þar undir falla náttúrulegar tölur, heilar tölur, ræðar tölur og rauntölur), sem getur verið núllstöð í margliðufalli með heiltölustuðlum. Tölur, sem ekki eru núllstöðvar í neinu slíku falli kallast torræðar (e. transcendental). Dæmi um algebrulegar tölur eru , og allar tölur á forminu p+iq, þar sem p og q eru ræðar tölur og i er . Tvinntölurnar p+iq og p-iq eru lausnir annars stigs jafna á forminu x2 - (2p)x + (p2+q2) = 0. Dæmi um torræðar tölur eru pí og e, því að engar margliður með heiltölustuðlum hafa þær sem núllstöð.