Alfreð Clausen - Manstu gamla daga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfreð Clausen - Manstu gamla daga
Bakhlið
IM 11
FlytjandiAlfreð Clausen, hljómsveit Carl Billich
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Alfreð Clausen - Manstu gamla daga er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni flytur Alfreð Clausen lögin Æskuminning og Manstu gamla daga með hljómsveit Carl Billich. Hljómsveitina skipuðu auk Billich þeir Josef Felzmann, Bragi Hlíðberg, Ólafur Gaukur og Einar B. Waage. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Æskuminning - Lag - texti: Ágúst Pétursson - Jenni Jónsson - Hljóðdæmi
  2. Manstu gamla daga - Lag - texti: Alfreð Clausen - Kristín Engilbertsdóttir - Hljóðdæmi

Manstu gamla daga[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er fyrsta platan sem Alfreð Clausen syngur inn fyrir Íslenzka tóna og óhætt er að segja að bæði lögin hafi slegið í gegn. Lagið Æskuminning var nokkuð þekkt áður en platan kom út, en Manstu gamla daga eftir Alfreð sjálfan vann á og er enn í hávegum haft. Nokkrir hafa glímt við lagið á seinni árum og má þar nefna Ragnar Bjarnason og Megas. Lagið var notað sem upphafslag og yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2006, þar sem Ragnheiður Gröndal og Eivör Pálsdóttir sungu lög gömlu meistaranna og heiti lagsins notað við endurútgáfu laga frá eldri tíma á nokkrum safnplötum. Yfirskrift safnplötu með lögum Alfreðs Clausen sem kom út hjá Steinum 1996 var Manstu gamla daga og vönduð sjónvarpsþáttaröð frá 1991 í umsjón Helga Péturssonar um dægurlög fyrri ára bar sama heiti.

Æskuminning[breyta | breyta frumkóða]

Lagið Æskuminning lenti í öðru sæti í danslagakeppni SKT árið 1952, en bar sigur úr býtum í vali áhorfenda. Höfundurinn Ágúst Pétursson samdi lagið nokkru fyrir þann tíma, en það kemur fyrst út á þessari plötu í minnisstæðum flutningi Alfreðs.

Æskuminning naut mikilla vinsælda og kom einnig út á Norðurlöndunum. Carl Billich útsetti lagið. Ágúst átti fleiri lög sem Íslenzkir tónar gáfu út, lögin Hittumst heil og Ég mætti þér sem Tígulkvartettinn söng, Harpan ómar sem Alfreð og Ingibjörg Þorbergs sungu saman og Þórður sjóari sem Alfreð söng.

Í takt við vinsældir Æskuminningar gaf Drangeyjarútgáfan út nótur af laginu. Forsíðuna teiknaði Þorleifur Þorleifsson sem hannaði flest plötuumslög Íslenzkra tóna.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]