Fara í innihald

Alexís Tsípras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alexis Tsipras)
Alexís Tsípras
Αλέξης Τσίπρας
Alexís Tsípras árið 2017.
Forsætisráðherra Grikklands
Í embætti
26. janúar 2015 – 27. ágúst 2015
ForsetiKarolos Papúlías
Prokopís Pavlopúlos
ForveriAntonís Samaras
EftirmaðurVassílíkí Þanú-Krístofílú
Í embætti
21. september 2015 – 8. júlí 2019
ForsetiProkopís Pavlopúlos
ForveriVassílíkí Þanú-Krístofílú
EftirmaðurKýríakos Mítsotakís
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. júlí 1974 (1974-07-28) (50 ára)
Aþenu, Grikklandi
ÞjóðerniGrískur
StjórnmálaflokkurSyriza
MakiPeristera Baziana
Börn2
HáskóliÞjóðlegi tækniháskólinn í Aþenu
StarfByggingarverkfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Alexís Tsípras (grískt letur: Αλέξης Τσίπρας; f. 28. júlí 1974[1]) er grískur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Grikklands frá árinu 2015 til ársins 2019. Tsípras er sósíalisti og hefur verið leiðtogi gríska stjórnmálaflokksins Syriza frá árinu 2009.

Tsípras fæddist í Aþenu árið 1974. Hann gekk til liðs við ungliðahreyfingu kommúnista seint á níunda áratugnum og var á tíunda áratugnum áberandi í stúdentamótmælum gegn fyrirhuguðum umbótum ríkisstjórnarinnar á menntakerfinu. Hann lagði stund á byggingaverkfræði í þjóðlega tækniháskólanum í Aþenu og útskrifaðist árið 2000. Hann vann sem byggingarverkfræðingur í iðngeiranum, aðallega í Aþenu.

Frá 1999 til 2003 var Tsípras ritari Synaspismos-ungliðahreyfingarinnar. Hann var kjörinn í miðstjórn hreyfingarinnar árið 2004 og gekk síðar í aðalráð hennar. Árið 2006 gaf Tsípras kost á sér í borgarstjórnarkosningum Aþenu fyrir hönd Syriza og hlaut 10,5% atkvæða. Árið 2008 var hann kjörinn formaður Syriza og tók við af Alekos Alavanos. Hann var síðan kjörinn á gríska þingið og endurkjörinn í maí og júní 2012. Tsípras varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar og stofnaði eigin skuggaríkisstjórn.

Í janúar árið 2015 leiddi Tsípras Syriza til sigurs í þingkosningum. Syriza vann 149 af 300 sætum á gríska þinginu og gekk í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæða Grikki. Tsípras glataði þingmeirihluta sínum þann 20. ágúst 2015, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við embætti, vegna þess að margir af flokksmönnum hans höfðu sagt sig úr Syriza og gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Tsípras lýsti því yfir að hann myndi segja af sér og kallaði til nýrra þingkosninga næsta mánuð. Í kosningunum vann Tsípras aftur og hlaut 145 þingsæti. Syriza endurnýjaði því stjórnarsamstarfið við Sjálfstæða Grikki með Tsípras sem forsætisráðherra. Sem forsætisráðherra hefur Tsípras séð um samningaviðræður vegna grísku skuldakreppunnar, þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Grikkjum bæri að þiggja lánapakka frá Evrópusambandinu, og evrópsku flóttamannakreppuna.

Sem forsætisráðherra Grikklands hefur Tsípras meðal annars verið sakaður um að láta neyða sig til að halda aftur af ríkisútgjöldum til þess að halda Grikklandi á floti. Aðhald í ríkisútgjöldum stingur mjög í stúf við kosningaloforð hans. Í efnahagskreppunni í Grikklandi hefur landsframleiðsla minnkað um 25%.[2]

Árið 2018 stóð Tsípras í viðræðum við starfsbróður sinn í Lýðveldinu Makedóníu, Zoran Zaev, um mögulega breytingu á nafni ríkisins Makedóniu. Nafn Lýðveldisins Makedóníu hafði lengi verið Grikkjum bitbein þar sem þeir töldu að með því að nota nafnið væri Lýðveldið Makedónía að gera tilkall til gríska héraðsins Makedóniu, þar sem konungsríkið Makedónía var á fornöld. Nafnið hafði meðal annars leitt til þess að Grikkir beittu sér gegn því að Lýðveldið Makedónía fengi inngöngu í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Tsípras og Zaev undirrituðu samning um að Lýðveldið Makedónía skyldi breyta nafni sínu í Lýðveldið Norður-Makedónía þann 17. júní 2018.[3] Nafnbreytingin tók gildi í janúar 2019 þar sem þing beggja þjóða samþykktu nafnið, naumlega í Grikklandi. Harðlínumenn og þjóðernissinnar í báðum ríkjunum voru á móti henni.

Tsípras flýkkaði kosningum á gríska þingið árið 2019 eftir að flokkur hans bað ósigur í Evrópuþingskosningum fyrr sama ár. Í kosningunum bað Syriza ósigur fyrir hægriflokknum Nýju lýðræði og ríkisstjórn Tsípras féll.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „What You Need To Know About Alexis Tsipras, The Greek Leader Who Wants To Change Europe“ (enska). Huffington Post. 26. janúar 2015.
  2. „Τime: O Tσίπρας στη λίστα με τους πέντε λιγότερο δημοφιλείς αρχηγούς, μετά τον Τραμπ“ (gríska). Huffington Post. 23. maí 2017. Sótt 14. júlí 2018.
  3. „Sögu­legt sam­komu­lag um Makedón­íu“. mbl.is. 18. júní 2018.
  4. Sylvía Hall (7. júlí 2019). „Ríkis­stjórnin féll í kosningum í Grikk­landi“. Vísir. Sótt 7. júlí 2019.


Fyrirrennari:
Antonís Samaras
Forsætisráðherra Grikklands
(26. janúar 201527. ágúst 2015)
Eftirmaður:
Vassílíkí Þanú-Krístofílú
Fyrirrennari:
Vassílíkí Þanú-Krístofílú
Forsætisráðherra Grikklands
(21. september 20158. júlí 2019)
Eftirmaður:
Kýríakos Mítsotakís