Fara í innihald

Alexander De Croo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexander De Croo
Forsætisráðherra Belgíu
Núverandi
Tók við embætti
1. október 2020
ÞjóðhöfðingiFilippus
ForveriSophie Wilmès
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. nóvember 1975 (1975-11-03) (48 ára)
Vilvoorde, Belgíu
ÞjóðerniBelgískur
StjórnmálaflokkurOpnir flæmskir frjálslyndismenn og lýðræðissinnar
MakiAnnik Penders
Börn2
HáskóliFríháskólinn í Brussel (BS)
Northwestern-háskóli (MBA)

Alexander De Croo (f. 3. nóvember 1975) er belgískur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Belgíu. Hann er meðlimur í stjórnmálaflokknum Opnum flæmskum frjálslyndismönnum og lýðræðissinnum (VLD) og tók við embætti forsætisráðherra í byrjun október 2020, en þá höfðu stjórnarmyndunarviðræður staðið í um 500 daga.[1]

Hann er sonur stjórnmálamannsins Hermans De Croo og er menntaður við Fríháskólann í Brussel og við Kellogg-stjórnunarskólann í Northwestern-háskóla. Hann vann sem stjórnunarráðgjafi að loknu námi.

De Croo hóf stjórnmálaferil sinn í júní árið 2009 með misheppnuðu framboði í kosningum til Evrópuþingsins. Sex mánuðum síðar var hann kjörinn forseti VLD í stað Guy Verhofstadt. Hann varð þjóðkunnur þegar hann sprengdi stjórn Yves Leterme með því að draga VLD úr stjórnarsamstarfinu vegna óánægju með aðgerðaleysi í fyrirhugaðri skiptingu kjördæmisins Brussel-Halle-Vilvoorde. Með þessu hóf De Croo lengstu stjórnarkreppu í sögu Belgíu.

Í október 2012 var De Croo kjörinn sveitastjóri Brakel og varð síðan varaforsætisráðherra og lífeyrisráðherra í ríkisstjórn Elio Di Rupo. Hann sat áfram sem varaforsætisráðherra í ríkisstjórnum Charles Michel og Sophie Wilmès og var jafnframt samvinnu- og þróunarráðherra. Árið 2018 tók hann við embætti fjármálaráðherra.

Eftir þingkosningar árið 2019 hófst önnur löng stjórnarkreppa en í september 2020 tókst þeim De Croo og Paul Magnette að mynda stjórn. De Croo tók við af Sophie Wilmès sem forsætisráðherra í byrjun október.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Atli Ísleifsson (30. september 2020). „Ná saman um nýja stjórn um 500 dögum eftir kosningar“. Vísir. Sótt 15. október 2020.


Fyrirrennari:
Sophie Wilmès
Forsætisráðherra Belgíu
(1. október 2020 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Belgíu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.