Alex Turner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Alex Turner

Alexander David Turner (fæddur 6. janúar 1986) er enskur tónlistarmaður, meðlimur Arctic Monkeys og The Last Shadow Puppets. Hann er söngvari og spilar á gítar í báðum sveitunum.

Hann er aðal textaritari Arctic Monkeys en hann og Miles Kane semja saman alla texta fyrir The Last Shadow Puppets.

Arctic Monkeys[breyta | breyta frumkóða]

Alex Turner gekk í skólann Stocksbridge í Sheffield með Andy Nicholson og Matthew Helders, þeir, ásamt nágranna Alex Jamie Cook, stofnuðu Arctic Monkeys árið 2002.

Ástæðan fyrir því að í byrjun hafi Arctic Monkeys gefið fría geisladiska með tilraunum þeirra og svokölluðum „demo's“ er því að þegar Tuner vann á bar þá gerðist það oft að hljómsveitir komu til hans og buðu honum að kaupa geisladiska með þeim á 3 pund stykkið. Hann var svo pirraður á þessu að hann ákvað að gefa frekar diska þegar þeir voru að troða upp frekar en að selja þá bakatil.

Sagt er að ástæðan fyrir því að Turner byrjaði að læra á gítar er vegna hljómsveitarinnar sem þeir sóttu aðallega áhrif í, Oasis. Hann hefur alltaf verið aðal textaritari fyrir Arctic Monkeys en þrátt fyrir það þá viðurkenndur þeir ekki strax að þeir myndu semja textana sjálfir. og reyndur að fá aðra söngvara til að gera það fyrir sig. Turner segir sjálfur um textagerð sína:

„I'll think about something and I'll be writing, penning something down and I'll keep building on that. The best stuff comes when I’ve got a melody and a rhythm so I know how many syllables each line is going to have and then build it up from there, and make it a whole thing, and try and pay attention to every aspect.“

The Last Shadow Puppets[breyta | breyta frumkóða]

Bandið var stofnað í ágúst 2007 þegar Turner tók upp plötu með Miles Kane, útgefandinn var James Ford. Kane tilkynnti verkefnið þann 2. Ágúst 2007. Verkefnið inniheldur Turner og Kane í aðalsöng ásamt því að spila á gítar og bassa og Ford er á trommum. Tríóið kallar sig The Last Shadow Puppets og hafa gefið út diskinn "The Age of the Understatement" og var gefið útt 21 Apríl 2008.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]