Fara í innihald

Alert

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftslagsrannsóknastöðin í Alert.

Alert er byggð nyrst í Núnavút-sjálfstjórnarhéraðinu í Kanada sem talin er nyrsta byggða ból í heimi með varanlega búsetu. Staðurinn er 817 kílómetra frá Norðurpólnum og tólf kílómetra frá norðausturodda Ellesmere-eyjar. Næsti kaupstaður er Iqaluit, höfuðstaður Núnavút, sem er í 2.092 km fjarlægð.

Samkvæmt manntali sem tekið var í Kanada 2006 voru þá fimm manns með fasta búsetu í Alert. Fleiri hafa þó aðsetur þar um stundarsakir því þar er ratsjárstöð á vegum Kanadahers, veðurathugunarstöð og rannsóknarstöð sem sinnir loftslagsrannsóknum. Þar er einnig flugvöllur.

Meðalhiti í Alert í júlí er aðeins 3,3°C en í febrúar -29,8°C. Heimskautanótt ríkir í Alert frá því í október fram í febrúarbyrjun og sést sólin þá ekki, en miðnætursólar nýtur frá því í byrjun apríl fram í septemberbyrjun.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.