Alberto Porro Carmona

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alberto Carmona

Alberto Porro Carmona (f. 17. október 1980) er spænskur hljómsveitarstjóri, tónskáld, rithöfundur, fyrirlesari, kennari og saxófónleikari.

Hann hefur stjórnað mörgum stórum hljómsveitum, bæði í Evrópu og Ameríku sem og hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína og hljómsveitarstjórn. Hann hefur spilað á tónleikum út um allan heim, m.a. á Spáni, Frakklandi, Belgíu, Portúgal, Ítalíu, Þýskalandi, Íslandi, Bretlandi, Argentínu, Chile, Brasilíu, Paragvæ og Kúbu.

Þessa stundina starfar Carmona sem tónlistastjóri og kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann kennir einnig við Háskólann á Akureyri.