Fara í innihald

Höggmyndalist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Höggmynd)
Scultura (Höggmynd), hluti af verki í Campanile di Giotto, eftir Andrea Pisano, 1334-1336

Höggmyndalist er sú listgrein að höggva (hlutbundna eða óhlutbundna) mynd úr steini eða öðru hörðu efni, gera t.d. líkan úr marmara eða styttu úr bronsi.

Áður en orðið myndhöggvari var myndað í íslensku, voru þeir sem stunduðu höggmyndalist stundum nefndir bíldhöggvarar og var það orð myndað að danskri fyrirmynd. Bíldhöggvari var þó oftast haft um myndskera, þ.e.a.s. þá sem fást við útskurð mynda.

Höggmyndalist er einnig nefnt skúlptúr (af latínu sculptura) eða plastísk list. Það er að segja listaverk sköpuð í þrívídd.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.