Alaskaufsi
Alaskaufsi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið og þar að auki: heimildaskrá ábótavant - vantar FAO. |
Alaskaufsi (Gadus chalcogrammus) er fiskur af þorskaætt. Alaskaufsi vex hratt og hefur tiltölulega stuttan líftíma, eða um 12 ár. Þetta gerir hann almennt afkastameiri en hægvaxta tegundir sem lifa lengur. Alaskaufsi nær kynþroska á 3 til 4 ári sínu og er afar frjósamur fiskur. Þannig heldur stofninn styrkleika sínum og ný kynslóð kemur í stað eldri og veiddra fiska á örfáum árum. Hrygningartími fisksins er á vorin en þá færir hann sig nær landi til að hrygna. Að vetri til ferðast þeir í hlýrri og dýpri sjó. Fullorðnir fiskar lifa vanalega nærri hafsbotni en koma þó einnig upp nær yfirborðinu að degi til. Aðalfæða þeirra er ljósáta, en þeir éta einnig fiska og krabbadýr. Afurðir sem framleiddar eru úr alaskaufsa eru fersk beinlaus flök, surimi, frystar afurðir, fryst hrogn og fryst blokk. Mörg sjávardýr eins og stellarssæljón, önnur sjávarspendýr, fiskar og sjófuglar treysta á Alasaka Ufsa sem mikilvæga fæðu[a][b]. Fiskurinn er ólífugrænn til brúnn á baki, hliðarnar eru silfraðar og kviðurinn ljós. Bakuggar eru aðskildir og kviðuggar hafa örlitlar ílangan glóþráð.[c]

Lífsferill
[breyta | breyta frumkóða]Á mynd 1 má sjá lífsferil alaskaufsa með mismunandi stigum frá eggi til fullorðins fisks. Hrygning á sér stað á vorin í mars og apríl. Lífsferill fisksins hefst í eggi sem er um 1,5 mm að þvermáli. Úr egginu klekst kviðpokalirfa (3,5 - 5,0 mm), hún hefur kviðpoka sem sér um að næra hana þar sem hún hefur engan kjaft. Á næsta stigi myndast kjaftur á lifruna (e. preflexion larva) og byrjar hún að afla sér fæðu. Á þessu sigi er hún um 5 - 12 mm. Lirfan (e. flexion larva) heldur áfram að þroskast og er orðin um 12 - 25 mm. Á þessu stigi byrjar hún að mynda grunnbyggingu sporðs. Næst verður hún að seiði (e. postflexion larvae) og um 26 - 40 mm og fer að líkjast fisknum enn frekar.[e] Lífslíkur á þessum stigum fisksins ráðast af ýmsum þáttum, svo sem framboði fæðu, umhverfisaðstæðum og afráni. Þeir lifa á svifi og smáum fiskum.[f] Þegar alaskaufsi er ungviði er hann um 4 -10 cm. Þetta ferli tekur um 3 - 4 ár en næst verður fiskurinn kynþroska og þá komin á fullorðinsár. Á fullorðinsárum verður fiskurinn almennt 30 – 50 cm en getur náð allt að 90 cm á lengd.[g]
Veiði
[breyta | breyta frumkóða]Alaskaufsi er ein mikilvægasta nytjategund heims og einn af stærstu fiskistofnum sem veiddur er á heimsvísu. Fiskurinn veiðist á mismunandi dýpi en algengast er að finna hann á 30 – 590 m dýpi. Helstu veiðifæri sem notuð eru til að veiða alaskaufsa eru botnvarpa, flotvarpa og lína.[h] Frá árunum 2000 hefur veiðin verið frekar stöðug eða um 2,5 – 3,2 milljón tonn. Frá og með árinu 1965 hófst almennileg veiði á alaskaufsa. Veiðin er næst mesta á heimsvísu á eftir perúansjósu. Það er þó mikilvægur munur á þessum tveimur tegundum, þar sem veiði á perúansjósu er mun sveiflukenndari. Á meðan veiðitölur fyrir alaskaufsa sýnir stöðugri þróun. Þetta endurspeglar bæði stöðugleika í framboði og hvernig alaskaufsi hefur náð að viðhalda stærstu hlutdeild í alþjóðlegum fiskveiðum í samanburði við aðrar tegundir.
Veiðisvæði
[breyta | breyta frumkóða]Helstu veiðisvæðin eru í Norðaustur-Kyrrahafi, sérstaklega í Beringssundi og Alaskaflóa, en einnig í Norðvestur-Kyrrahafi og Okotskhafi þar sem veiðin mest.
Veiðiþjóðir
[breyta | breyta frumkóða]Frá árinu 2001 til 2022 hafa sex lönd stundað veiðar á Alaska ufsa. Þau eru Japan, Bandaríkin, Rússland, Suður-Kórea, Norður-Kórea og Kanada. Í dag eru Bandaríkin og Rússland stærstu veiðiþjóðirnar.[i]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ (Fishbase)
- ↑ (NOAA Fisheries)
- ↑ (Fishbase)
- ↑ (Sheffield Guy)
- ↑ (Sheffield Guy)
- ↑ (NOAA Fisheries)
- ↑ (Sheffield Guy)
- ↑ (Orlov 2021)
- ↑ (FAO 2022)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fishbase. „Gadus chalcogrammus Pallas, 1814“.
- NOAA Fisheries. „Alaska Pollock“.
- Sheffield Guy, L.; Duffy-Anderson, J.; Matarese, A. C.; Mordy, C. W.; Napp, J. M.; Stabeno P. J. (2014). „Understanding Climate Control of Fisheries Recruitment in the Eastern Bering Sea: Long-Term Measurements and Process Studies“. Oceanography. 27. 4: 90–103.
- Orlov, A. M.; Rybakov, M. O.; Vedishcheva, E. V.; Volkov, A. A; Orlova, S. Y. (2021). „Walleye Pollock Gadus chalcogrammus, a Species with Continuous Range from the Norwegian Sea to Korea, Japan, and California: New Records from the Siberian Arctic“. Journal of Marine Science and Engineering. 9. 10: 1141.