Alþjóðlega fjármálakerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþjóðlega fjármálakerfið samanstendur af ýmsum opinberum og lagalegum þáttum sem stjórna flæði fjármagns í formi útlána, fjárfestinga, vörukaupa, greiðslu vegna þjónustu auk innlána. Megin tilgangur alþjóðlega fjármálakerfisins er að fylgjast með og viðhalda efnahagslegum og fjárhagslegum stöðugleika. Jafnframt að tryggja fjármagn tilhanda þeim þjóðum sem eiga við greiðsluerfiðleika að stríða.[1] Alþjóða gjaldreyrissjóðurinn er sú stofnun sem hefur eftirlit með og tryggir jafnvægi og árangurríka stjórnun frjámálakerfisins .

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Menn eru ekki á eitt sáttir um uppruna alþjóðlega fjármálakerfisins en sumir vilja þó meina að uppruna þess megi rekja aftur til Egypta, Múslima og Gyðinga á 11. öld þegar kaupmenn mynduðu nokkurs konar viðskiptafélag sem sá um vöruflæði í Mið-Austurlöndum þeirra tíma.

Aðrir halda því fram að hafi verið ítalskir skipakaupmenn frá sama tíma sem þróuðu fyrsta viðskiptakerfið fyrir kaup og sölu til að styðja við skipafyrirtækin þeirra.[2]

Alþjóðlega fjármálakerfið þróaðist út frá þörfum fyrir lánsfé til framkvæmda og fjárfestinga og er í stöðugri þróun. Sá tími kemur sennilega aldrei að alþjóðlegt fjármálakerfi verði fullþróað. Aukin tækniþróun hjálpar þó til við að auðvelda eftirlit með alþjóða fjármálakerfinu auk þess sem útlánastarfsemi og innheimta einfaldast mikið.

Hins vegar má líka segja að sá óstöðugleiki sem nú ríkir í heiminum, stríð og önnur átök, hafi mikil áhrif á alþjóðlega fjármálakerfið og þá til hins verra.

Vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Hinn mikli vöxtur í erlendri fjárfestingu frá seinni hluta 19. aldar var aðalhvatinn í alþjóðlega fjármálakerfinu. Fyrstu hrinu nútíma hnattvæðingar má rekja aftur til áranna 1870-1914, til fyrirbæra eins og útvíkkunar samgöngumannvirkja, met fjölda fólksflutninga, aukinna samskipti, breiðari viðskipta og aukningar í fjármagns flutningum.[3]

Kreppur[breyta | breyta frumkóða]

Á sjöunda áratug 20. aldar fóru stjórnvöld víða þá leið að draga úr regluverki í þeirri trú að aukin skilvirkni myndi vega upp á móti hugsanlegum kerfisáhættum, Alþjóðlega kerfis kreppan sem fylgdi í kjölfarið, og innihélt meðal annars hrun verðbréfa á Wall Street 1987, sprengingu eignabólunnar í Japan á áttunda áratugnum, fjármálakreppurnar í Asíu 1997 og Rússlandi 1998, auk hins mikla samdráttar frá 2007-2009 sem síðan leiddi af sér hið alþjóðlega fjármálahrun.[4]

Alþjóðlegt eftirlit[breyta | breyta frumkóða]

Síðan í Kreppunni miklu, hafa lagasmiðir og efnahagslegir ráðgjafar þeirra um alþjóðlega fjármálakerfið, verið mjög meðvitaðir um að efnahags- og fjármálakreppur geti breiðst hratt út milli landa með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag heimsins. Þessi vitund gerði það að verkum að ríkisstjórnir settu á fót strangt eftirlit með starfsemi og hegðun banka og annarra lánastofnana. Eftir Seinni heimstyrjöldina, leiddu alþjóða samskipti til sköpunar alþjóðlegs fjármálakerfis þ.e. Bretton Woods ráðstefnunni í 1944 og svo efnahags- og framfarastofnunin (e. O.E.C.D.) í 1961.[5]

Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir hafa komið fram með aðferðir til að draga úr varnarleysi alþjóðlega fjármálakerfisins. The Bank for International Settlements setti fram tvær samfelldar tillögur og samræmdur hópur ýmissa yfirvalda, The Financial Stability Forum, sem var stofnaður 1999 með það að markmiði að koma auga á og taka á veikleikum alþjóðlega fjármálakerfisins, hefur komið fram með ýmsar tillögur í áfangaskýrslu sinni.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. WHO. „International Financial System“. Sótt 7.maí 2015.
  2. Association of Certified Fraud Examiners. Securities Faud, Financial Markets and Investment Securities. Austin, Texas: ACFE.
  3. Kenwood, A. & Lougheed, A. (1992). The growth of the international economy 1820-2000: An introductory text (4th ed.). London [etc.]: Routledge. ISBN 9780415199292.
  4. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  5. Frieden, J.A. (2006). Global Capitalism: Its Fall and Rise in the Twentieth Century. New York: W.W. Norton. ISBN 978-0393329810.
  6. BIS. „BIS history – overview“. Sótt 7.maí 2015.